Kennarinn - 01.08.1901, Blaðsíða 6

Kennarinn - 01.08.1901, Blaðsíða 6
150— Börnin koma saman til aö biðja guð, læra um liann og þakka honum. Trúartilfinning þeirra styrkist með degi hverjum. I>au eru J>ar l félagi við aðra að biðja guð. En um leið er J?etta hinn sannasti grundvölluralls félagslifs, og samvinnu á heimilinu. Sem afleiðing af sannfæringunni fyrir grundvallar-atriðum kristindóms- íns er hutrmyndin um bræðralag mannanna, sem eru skapaðir af sama guði og frelsaðir fyrir hina sömu náð. Hugmyndin um að allir menn séu bræður hh/tur að grundvallast á kristindóminum. í breytninni við aðra menn hlytur J>etta að vera leiðarstjarnan, og koma áþreifanlega fram ef verk sunnudagsskólans hefur verið gott. Hórmætti segja óendanlega tnikið meira, en til að lúka við Jjetta umtalsefni virðist rnér nægja að afleiðingin af Jjeirri samvinnu, sem hefur verið umtalsefni mitt, á heimilin, mannlífið og um fram alt, á börnin sjálf, eru framsett á stuttan on ákveðinn hátt í einu bréfi Páls postula, jjar sem hann segir: ‘á'ivöxtur apdans er kærleikur, gleði, friður, langlundargeií, góðmenska, góðvild, trúmenska, hógværð og bindindi.” Látum Jjessi orð vera ein- kunnar-orð sunnudagsskóla-starfs vors. ALVAREEGT MÁL. Fraviliald. iJegar Gencral Council lútersku kirkjunnar hér í landi réðst í að láta semja þessa n\fju reglugerð fyrir sunnudagsskólana, sem um hefur verið talað, J^á var Jjví samfara ny breyting. Það var hætt við “International” lexíu-valið, en tilbúið nytt lexíukerfi, sem nær yíir sjö ára tímabil, hver flokkur um sig. Þrjár voru aðal-ástæðurnar fyrir [jessu nymæli: (1). “In- tornational” lexíurnar voru valdar með hliðsjón af ]>ví, að [jær skyldu kendar vera jafnt í skólum allra kirkjudeilda, iiversu ólíkar sem skoðanir kirkjudeildanna kynnu að vera á ymsum atriðum guðs. orðs. Vitaskuld voru allar lexíurnar úr bibiíunni, tiJ skiftis úr gamla- og nyja-testament- inu. Og Jjar sem öll kristin kirkja viðurkennir biblíuna, pá ætti rná ske ekki að varða rniklu, hverjar lexíurnar úr biblíunni væru, ef Jjær ann.'irs A'æru við skólana hæfi. En brátt fóru m'enn Jjó að'taka eftir f»ví, að í lexíu-vali Jjessu var sneytt eins mikið og unt var hjá Jjví, að taka inn í lexíurnar bá kafia eða Jrser kenningar heilagrar ritningar, sem skiftar skoðanir eru á hjá kirkjudeildunum, og gengu þannig úr sum hel/.tu trúar- atriði kristindómsins. Þetta álitu margir óbrúklegt, og var þetta ein ástæða þess, að Gcn. Councii hætti við “internatioual” lexíurnar.

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.