Vekjarinn - 01.01.1903, Síða 8

Vekjarinn - 01.01.1903, Síða 8
8 drottins, finnur allt í honum. Knýið á, segir drottinn við alla gesti og pílagríma, sem eiga ekkert föður- hús. Allir, sern knýa á með stöðugri og alvarlegri bæn, finna veginn heim til föðurhúsanna á himnum. Ljettúðugur ungur maður fór af forvitni á bænasamkomu. Meðal annars sá hann iitla telpu, sem kraup við hlið móður sinnar og sagði: „Góði guð, blessaðu hana mömmu.“ Hún bað um það, sem henni var kærast, en þessi fáu orð gripu unga manninn, hann varð ekki rólegur fyr en hann bað „Góði guð, blessaðu mig.“ Síðan varð hann kunnur prjedikari, sem drottinn notaði til að flytja mörgum frið og blessun. Það var einu sinni iítil stúlka, sem var dóttir drykkjumanns. Faðir hennar ljet eigurnar, ogheimilis- gleðina fyrir brennivín, og þegar hann var fullur, var hann vondur við konu og börn. Eitt kvöld kom hann heim í þungu skapi yfir óláni sínu. Yngsta dóttir hans var nærri háttuð, en samt kraup hún við rúmið sitt og bað: „Góði miskunnsami drottinn, vertu ekki reiður við hann pabba.“ Maður- inn skyldi þegar, hvað barnið átti við og hann sagði með tárin í augunum: „Amen!“ Svo lagði hann handlegginn um háls konu sinnar og sagði: „Þetta barn hefurfrelsað mig frá glötun drykkju- manna, með guðs hjálp ætla jeg að lifa nýu lífi úr þessu. “

x

Vekjarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.