Vekjarinn - 01.01.1903, Page 11

Vekjarinn - 01.01.1903, Page 11
11 þessa heims börnum, sem rísa gegn Kristi og ríki hans á öllum tímum, heldur kenndi hann lærisvein- um sínum að biðja hana. — Þannig felst í orðinu „faðirvor“ ekki að einsskáldlegahugmyndin „alfaðir", sem á við það, að guð sje faðir allrar skepnu; held- ur er hjer að ræða um föður Krists lærisveina, föð- ur guðs barna, sem fædd eru af andanum. Hjer er þannig átt við föður og barn. Guðspjallamaðurinn Jóhannes bendir til þessa þar sem hann segir (Jóh. 1, 12—13). „En öllum þeim, sem meðtóku hann, gaf hann vald til að veia guðs börn, þeim, sem trúa á nafn hans----------og eru af guði fæddir.“ Frelsarinn sjálfur talar og' um þetta barna samband, þegar hann heilsar lærisveinum sinum upprisudags morguninn og segir: „Jeg stíg upp til föður mins og föður yðar, til guðs mins og guðs yðar.“ (Jóh. 20, 17). fannig felst í orðinu „faðir vor“ sú játn- ing fyrir þann, sem biður og veit, hvað hann fer með: Jeg er guðs barn; — guð er faðir minn. Vinur minn, hefur þú siíka játningu á reiðum höndum, byggða á trúarreynslu? íhuga alvarlega þessa mikilvægu spurningu: Ert þú guðs barn? Ef þú svarar eins og mörg börn þessa heims: „Jeg hef ekki haft tíma til að hugsa um það.“ — Ekki haft tíma til að hugsa um mikilvægustu spurn- ingu mannlegs lífs, — þá er það glögg sönnun þess, að þú sjert ekki guðs barn. Menn komast ekki í svefni í tölu guðs barna. Og þótt trúarreynsla manna kunni að vera ólík, hafa allir trúaðir menn hugsað um ]iað áður on þeir nrðu guðs börn.

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.