Vekjarinn - 01.01.1903, Page 14
14
dæma, en það er orð drottins, já, meira að segja
bæn hans. Ef jeg elskaði þig ekki sem dýrkeypta
sál, þá mundi jeg vissulega ekki vera að tala um
þessi efni við þig; þvi það er engin skemtun að tala
um það, sem öðrum er óþægilegt að heyra. En
guðs orð og samvizkan banna hverjum kristnum
manni að þegja um þetta efni. Að því er gömlu
orðin snertir: „Hver verður sæll við sína trú,“ þá
eru þau einhver hin mesta lygi, sem lyginnar faðir
hefur blásið syndurunum í brjóst. Biblían kannast
minnsta kosti ekki við nema eina trú: endurfæð-
ingu og rjettlætingu; guðs börn um ailan heim
þekkja heldur ekki neina aðra, og það er þessi lif-
andi tiú á Jesúm Krist, sem freisar frá djöflinum,
syndinni og dauðanum, er hefur ætíð aðskilið guðs
börn frá börnum heimsins; heimsins börn hafa jafn
margbreytta „trú“ ogþau eru sjálf mörg, þó það sjeu
vitanlega allt greinar á rotnum stofni vantrúarinnar.
Það er sagt hjer að framan, að „faðir vor“ á-
felii hvern þann mann, sem ekki hefur tekið sinna-
skipti, eins og nú skal sýnt. Hugsaðu þjer mann,
sem aldrei hefur grátið yfir syndum sínum, aldrei
reynt í fullri alvöru að verða guðs barn, og því síð-
ur er það, en fyrirlitur ef til vill kenningu ritning-
arinnar um apturhvarf og trú, og forðast þá, sem
hafa snúið sjer. eins og þeir væru afhrak manna, —
hugsaðuþjer þegar þessi maður segir: „faðir vor“,
hvort heldur sem hann situr í kirkjunni, krýpur
inn við altarið, stendur 1 kórdyrum som meðhjálp-
ari, stendur í prjedikunarstó], eða hvar annarstaðar