Vekjarinn - 01.01.1903, Síða 17
17
um, og gjöra gys að þeim, sem reyna að útbreiða
ríki hans: „Hrœsnari, þú veitir ríki minu mót-
spyrnu, og kemur því aldrei þangað. Því fer þú
með þessa bæn? Ætlar þú að svíkja mannsins son
með kossi?“
Því næst segja menn: VerSi þinn vilji svo á
jörðu sem á himni, Og hafa þó aldrei gefið gætur
að vilja guðs með undiigefni og hlýðni, en þvert
á móti ætíð farið eptir vilja sjálfra sin. Hjer má
einmitt sjá greinilegast að óendurfæddir menn eru
alveg frásnúnir guði. Guðs orð segir: „Leitaðu
skaparans á œskuáruni þxnum áður en erfiðu dagarn-
ir koma.u En maðurinn svarar: „ Jeg ætla að njóta
heimsins, og skemta mjer á meðan jeg er ungur,
það er nógur tími fyrir mig að verða guðhræddur
þegar jeg er orðinn gamall.” En veiztu hverju guð
svarar í orði sínu? „Gloð þig þá ungi maður í
æsku þinni, og lát hjarta þitt vera hresst á dögum
æsku þinnar; gakk þú á vegum hjarta þíns og ept-
ir sjón augna þinna; en vita skaltu samt að guð
mun kalla þig til dóms fyrir ailt þetta, því æska
og morgunroði eru líka hjegómi. (Prjed. 11, 9.)
Enn fremur segirhann: „Leitið fyrst guðs rikis og
hans rjettlætis, þá mun ogailt þetta veitast yður.“
En mennirnir segja: „Yjer þurfum fyrst og íremst
að sjá líkama voi'um boi gið, afla oss fjár og mann-
virðinga, og svo getum vjer farið að hugsa um
sálarheill vora.“ — Fieiii munu þeir, sem hugsa,
er þeir taka sjor eitilivað fyrir hendur: „I-ivaðætli
að borgi sig nú bezt fyrir mig, og hvað skyldi nú
o
L