Vekjarinn - 01.01.1903, Side 23
23
menn í slíkri hjátrú, að þeir þannig eoti „kvittað"
fyrir syndir sínar einu sinni á ári, og segi við þá,
sem ekki eru svona blindir: „Jeg veit ekki, hvort
jeg má taka ykkur til altaris, fyrst þið ha|ð svona
skoðanir." En hvað sem því líður, þá er það ótta-
lega heimskuleg og hættuleg hjátrú. — Hugsa held-
ur um það, vinur, að drottinn elskar þá, sem gjöra
á hluta þinn, engu síður en þig; að onginn gætinn
maður reiðist blindum manni þótt hann rekist á
hann og jafnvel meiði hann, og að allir óenduifædd-
ir menn eru að vissu leyti blindir, og mundu hvorki
skaða þig nje aðra, ef þeir hefðu sjónina. íhuga
þetta og bið guð að hjálpa þjer til að biðja
fyrir þeim að þeir mættu fá sjónina!
Margur fer og með „faðir vor“ eða „les“ það —
eins og nú er málvenja í þessu bænsnauða landi,
þar sem prestar, meðhjálparar og ýmsir fleiri, sem
ætlandi væri að væru biðjandi menn, virðast varla
geta talað við guð nema þylja samtalið upp af
blaðaskræðum,1) — og hugsar lítið um 6. bænina.
Jeg hef hitt drykkjumenn, sem opt og einatt hröð-
uðu sjer úr rúminu inn i glötunarholur veitinga-
mannanna, og þóttust þó „lesa faðir vor“ á hverj-
J) Er það ekki annars vegar lilægilegt og þó hins
vegar grátlegt að uppgjafaprestur skuli t. d. verða alveg
forviða á að rosldnn prófastur skuli geta xflutt blaða-
lausa bæn?“ Og meira en litið sorglegt er það, að
prestur skuli þurfa að scgja við mann, sem biður liann
að biðja mcð sjer: „Mjer þykirvænt um, ef þjer viljið
Inðja, enjeg treysti mjer ekki sjálfum til þess,“