Vekjarinn - 01.01.1903, Síða 26

Vekjarinn - 01.01.1903, Síða 26
26 ugum líknsamur!" og spurningu fangavarðarins: „Hvað á jeg að gjöra svo að jeg eignist eilíft líf?“ Leitaðu á fund Jesú Krists og gakk undir merki hans. Ef dimmt er af efasemdum í kring um þig, og þú veizt ekki, hvar þú getur sjeð Jesúm, þá lær af dæmi Grykkjanna og snúðu þjer til þeirra, sem þekkja hann, en gakk ekki á fund háðgjarnra og vantrúarmanna, því þeir geta aldrei sýnt þjer Jes- úm Krist. Það er opt hepppilegt að opna hjarta sitt fyrir reyndum trúuðum manni,* 1) en allra bezt, og heppilegast er þó að opna hjaria sitt fyrir guðs- orði. Lestu og hlustaðu á guðsorð eptir því sem þjer er frekast unnt, og láttu þjer elcki nægja að heyra. Bæt ráð þitt, og set þjer það mark að hlýða guðsorði alveg skilyrðislaust í hugsunum, orðum og verkum, og gleymdu því ekki að drottinn segir í lögmáii sínu: „Bölvaður sje sá, sem heldur ekki öll orðin i þessu lögmáli og breytir ekki eptir þeim.“ Ef þú reynir þetta í fullri alvöru, og drogur ekki úr kröfunum, færir ekki hugsjónirnar niður í sorpið, þegai- þú sjerð, hvað kraptar þínir ná skammt, þá geturðu nú kynnst sjálfum þjer 'betur en áður. í’ótt, þú hafir áður talið þig einstaklega góðan og vandaðan manp, muntu nú komast að raun um, að þú ert ekki annað en vesall syndari, sem biýt- !) Hlusta samt ekki á ráð þeirra, sem segja við leit- andi sál sem andvarjiar mn frið við hcilagan guð: „Reyndu að roka burtu þessar grillur með skemtunum ng glaðvœrð.11 l5etta eru ráð sálarmorðingjans, jafnvpl þótt pvcstur k.unnj að flytja þau í'yrir hann,

x

Vekjarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.