Vekjarinn - 01.01.1903, Side 29

Vekjarinn - 01.01.1903, Side 29
29 hann er farinn að trúa á frelsarann, hann er apt- ur orðinn guðs barn, orðinn kristinn í anda og sann- leika. Pannig verða áhrif lögmálsins og gleðiboð- skaparins á manns hjartað. Farisear vorra tíma ætla að þvo sig lireina með lögmálsvetkum, en það er jafn heimskulegt eins og menn ætluðu að þvo sjer á spegli; lögmálið er spegillinn, sem vjer get- um sjeð spillingu vora í, sjeð að vjer erum glatað- ir syndarar; en gleðiboðskapurinn beinir augum trú- arinnar á Krist, til þess að vjer eignumst hjá hon- um frið í samvizkuna, frið við guð. fað er óendanlega dýrmætt að vera kominn svo langt, en vjer höfum samt ekki endað skeiðið, og nú þurfum vjer opt að biðja; freistingarnar ráð- ast að oss að innan og utan. Iieimsins börn verða gröm og hæða oss og svívirða, þegar vjer reynum að játa Krist í orði og verki. — Þau eiga bágt vesalingarnir, ef þú grætur, þá grát yflr ógæfu þeirra. Að lifa í synd og deyja í vonleysi, það er óttalegt. — Satan gjörir ýmsar árásir á oss, og freistar vor ýmist til hroka, kjarkleysis eða annara synda, og þá þurfum vjer að biðja; þá er gott að kunna „faðirvor." Vjer reynum þá að drottinn gefur ept- ir því, sem vjer biðjum og þurfum, en syndin ræðst óðara að oss hvenær sem vjer treystum eigin kröpt- um. Vjer förum nú að hætta að lesa bænirnar, en biðjum, af því vjer getuni ekki lifað án þess að tala við drottinn. Hvílíkt kraptaverk og náðarverk er sú breyting, sem verður á manns hjartanu, þeg- ar drottinn fær þar yfirráð. Er það ekki dásamlegt

x

Vekjarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.