Verði ljós - 01.07.1896, Page 5

Verði ljós - 01.07.1896, Page 5
117 reglu: „Ekkert nema Jesíira Krist og hann krossfestan!-1 því að hann metur jiað mest af öllu að gjöra vilja þess, er sendi hann. Þetta hafði Páll postuli jafnan hugfast, því að hann vissi á hvern hann trúði, vissi, hver hafði kallað hann frá myrkrinu til Ijóssins og sent hann mcð fagnaðarerindið til heiðinna þjóða. Hanu hafði skrifað á skjöld sinn játningu hins gamla konunglega sálma- skálds: „Ekki oss drottinn, ekki oss, heldur þínu nafni sje heið- ur og vegsemd11, — þess vegna varð starfsemi hans svo blcssunar- rík, þess vegna kom hann svo miklu til leiðar. En þessi hin sömu orð skrifar sjerhver skyldurækinn umboðs- maður guðs.á skjöld sinn: „Ekki oss, drottinn, ekki oss, heldur þínu nafni sje heiður og vegsemd!“ Hann leitast sífelt við að þóknast drottni sínum og iicrra, en það veit hann, að hann gjörir bezt með því, að ásetja sjer að vita ekkert ncma Jesúm Kristog hann krossfcstan. Hann hugsar alla jafna um hag hjarðarinnar, notar sjer- livert tækifæri til að færa svölun sundurkrömdum anda oghuggun harmandi hjörtum, en þetta hvorttveggja vcit hann, að flnst hvergi dýrðlegra en í orðinu um hann, sem olskaöi oss svo heitt, að hann gaf oss sinn eingetinn son, í orðinu um hann, sem þótt hann ríkur væri gjörðist fátækur vor vogna, svo að vjer auðguðumst af hans fátækt. Þetta orð flytur hann hjörð sinni sciut og snemma, því að hann veit, að í því folst næring til eilífs lífs, þetta orð prjedik- ar hann í tíma og ótíma, án þess að spyrja um það, hvort það sjo mönnum geðfélt, því að honum nægir að vita með vissu, að það er guös vilja samkvæmt. Honum er það fyrir mestu, eins og postul- anum, að hafa í öllu óflekkaða samvizku fyrir guði og mönnum, en sá, sem ekki rækir með trúmensku þær skyldur, sein guð lieíir lagt lionum á herðar sem erindreka sínum, og ekki flytur hjörð sinni þá fæðu, sem er fæða tii eilífs lífs, eu leggur alla áherzlu á veraldar.'-peki og fortölur spaklegrar málsnildar, hvernig ætti hann að geta haft óflekkaða samvizku fyrir guði og mönnum? Hinn trúi og skyldurækni erindreki guðs þar á móti er sæll, hvaða dóm sem heimurinn legguráhann, því hann liiir í voninni um náðarlaun trúrra ráðsmanna á himnum, af |>ví að hann ljet sjcr alla jafna ant um að hafa hugfasta hina lcennimannlegu reglu, „ekkert nema Jésúm Krist og haun krossfestan11. Svo haflð þá þetta hugfast, kristnu vinir! að í því er trú- menska allra guðs erindreka fólgin, að þéir víki aldrei frá hinni gömlu kennimannlðgu reglu: „Ekkert nema Jesúm Krist og hann krossfestan!“ Haflð það hugfast, að sjerhver sá, er virðir hana

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.