Verði ljós - 01.07.1896, Page 14

Verði ljós - 01.07.1896, Page 14
126 er syndari, sem gui'ts reiði livílir yfir; hann finnur, að sjor er ómögulegt að þóknast guði og gjöra hans vilja, en sjer þvert á móti, að syndin magnast og fær meiri og meiri yfirráð yíir honum. Þá berst honum til eyrna orðið um Jesúm Krist som frelsara og friðþægjara syndarans. Hann tekur við því og íinnur áhrif þess á sálu sína. Nýtt ljós streymir inn í sálu hans, sem rekur myrkrið burt; friður fyllir hjarta lians, samvizka hans finnur hvíld oghættir að ásakahann, því hún finnur, að syndirnar eru fyrirgefn- ar fyrir blóð Jesú Iirists; vilji hans verður annar, hreinni og betri, hann þráir að gjöra guðs vilja og lifa sem - guðs barn, og hann finnur, að viljinn er orðinn sterkari en áður til að framlcvæma þetta. Hann finnur, að hann er orðinn „ný skepna“, að „hið gamla er afmáð“ og „alt cr orðið nýtt“ (2. Kor. 5, 17). Að þetta sje reynsla, en engin ímyndun eða hugarburður, getur hver og einn sannfærzt um í lífi sínu. Ef hann leitar til frelsara síns, ákallar hann sem árnaðarmann og leiðtoga sinn, úteys hjarta sínu fyrir guði sem föður sínum i hans nafni,' og stöðugt heldur sjer til orða hans, — þá vex hinn andlegi krapturhans, hið góða í honum þroskast og eflist, og hann finnur, að þrátt tyrir ófullkomleika, hrösun og bresti, verður þó kærleikinn, auðmýktin, hreinleikinn, þolinmæðin, djörfungin, umburðarlyndið, trúin, gleðin, vonin altaf meiri og meiri. Yanræki liann aptur á móti að drekka af náðarlindinni, sljófgast hann, verður kaldari og kærleiksminni. E»að er því guðlcgur kraptur, sem bætir lífernið, fyrir því er reynsla, og þessi reynsla er liin einasta fullgilda, óyggjandi sönnun fyrir sanníndum trúar vorrar. Kristur hefir sjálfur bent oss á þennan veg, er hann segir í Jóh. guðspj. 7, 17.: „Ef sá er nokkur, sem vill gjöra lians vilja, liann mun homast uð raun um, hvort lærdómurinn er af guði, eður jeg tala af sjálfum mjer“. Hjer segir hann, að sá, sem vilji vcra guðs barn, skuli fá reynslu fyrir sannleika kcnningar hans, skuli finna og reyna i lijarta sínu, að hann sje guðs sonur, sem gjörð- ist maður til þess að frelsa syndugt mannkyn. Hann hvetur með þessum orðum tii að reyna sannleika kristindómsins í lífinu, í stað þess að láta skynsemina eina vora dómara í þeim efnum. Ogjafn- framt gefur hann það fyrirheit, að liver sá sem gangi þann veg, hver sá, sem tald hann fyrir leiðtoga og kennara, og reyni að lifa eptir hans heilögu boðum í kærleika til guðs og manna, skuli ekki blektur verða heldur persónulega sannfærast um sannloika orða hans.

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.