Verði ljós - 01.04.1900, Síða 2

Verði ljós - 01.04.1900, Síða 2
50 Hin lifandi von. Igœðo, flutt í KcijkjaYÍkur-dómktrkju á páskadacsmorgun 1899. IIOTTINN, vor guð, eilííi í’aðir! Þú, sem af mikilli miskunn þinni liefir endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum, tendraðu þessa von í lijörtum allra þeirra, sem enu þá ekki liafa eignast liana, og styrktu og glæddu hauaíhjört- um hiuna, sem þegar hafa höndlað hana, svo að vér allir fáum lofað þig réttilega fyrir hið mikla kraftaverk elsku þinnar og almættis, að þú uppvaktir son þinn frá dauðum, til þess að vér mættum verða vouar- innar börn. Já, láttu hina sönnu vonargleði gagntaka hjörtu vor allra, svo að vér getum haldið hátíð þér til dýrðar og andi vor fagnað yfir sigurboðskap páskanna, er á þessum morgni hljómar í helgidómi þín- um : Kristur er upprisinn! Já, hann er sannarlega upprisinn ! Amen. „Lofaður sé guð, faðir drottins uors Jesú Krists, sem fyrir wpp- risu Jesíi Krists frá dauðum hefir, eftir milcilli misJcunn sinni, endurfœtt oss til lifandi vonar“ (1. Pét. 1, 3). „Sannlega, sannlega segi ég yður: í»ór munuð sýta og gráta, eu heimurinn mun fagna, þér munum verða hryggir, en yðar hi'ygð mun snúast í fögnuð“ — þannig hafði frelsarinn talað til læi'isveina siuna kvöldið sama sem hann gekk út í pínuna, og vissulega var þess ekki langt að bíða, að þessi orð rættust að nokki'u leyti, þvi að tæpum sólarliring eftir að þau höfðu verið töluð, sáu þeir hann, sem þeir höfðu kjörið sér fyrir leiðtoga, hanga á krossinum sem liðið lik. Þá kendu þeir hrygðarinnar, sem hann hafði sagt. þeim fyrir, að mundi yfir þá koma, já, kendu án efa meiri hrygðar en nokkru sinni fyr eða síðar hefir gagntekið nokkurt mannshjarta, svo lieit og lifandi sem elska þeirra til hans hafði verið meðan haim daglega umgekst þá og talaði við þá lífsins orð, er svalað höfðu sálurn þeirra fullkomnar en nokkur svalalind fær svalað sárþyrstuin mauni. En samtíðis sáu þeir einnig rætast orð Jesú um heiminn, sem mundi fagna. Því auðvitað jiótti fjandmönnum Jesú mikill sigur unninn, er jxeir um kvöldið snex-u heim- leiðis frá Golgata, til jxess að halda drotni hátíð, og hver efar, að Jxeir hafi í hátíða-lofgjörð sinni það kveld einnig nxinst hins ímyndaða sigurs síns á Golgata, þakkað guði fyrir, að jxeim hafði tekizt að svifta hann lífi, er þeir í hatursgrimd sinni lxugðu vera svikara, en í raun réttri var elskulegur sonur þesshins sama guðs, er þeir nú hóldu þakkar- hátíð. ■

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.