Verði ljós - 01.04.1900, Page 8

Verði ljós - 01.04.1900, Page 8
56 manns sjáum vér í lífi og starfi hinna mörgu þúsunda, sem niður í gegnum aldirnar liafa haldið áí'ram hinu postullega starfi í heiminum, til þess að gera mannanna hörn hluttakandi í hinni lifandi von, er fæddist heiminum með upprisu Jesú Iviists frá dauðum. Hin lifaudi von i brjóstum Jjeirra getur ekki annað en knúð þá til að starfa, knúð þá til að starfa að því, að þessi lifandi von, sem fyllir hjörtu sjálfra þeirra svo miklum fögnuði, verði eigu sem flestra hræðra þeirra og systra í lieiminum, sem Kristur er dáinu fyrir og til réttlætingar uppvakinn frá dauðum. IÞeir hræðast ekki haráttuna, óvildina, fjand- skapinn, sem þetta starf bakar þeim, því að þeir vita, að það sæði þróaðist hezt hér á jörðu, er sáð var með tárum og blóði, og dauðann skelfast þeir ekki, því að broddur hans er burtu tekinn og gröfin orðin unaðsamlegt svefnhýsi, hvíldarstöð á leiðinni til æðra og betra lífs. — Og þessi sama lifandi von er það, sem einmitt á vorum dögum hefir komið á stað hinni miklu og aðdáanlegu kristniboðshreyfingu, sem á yfirstandandi tíð berst yfir löudin, þar sem þúsundir ungra manna hafa ásett sér að helga alt sitt líf og alla sina krafta starfinu að útbreiðslu guðs ríkis meðal heiðingja, yfirgefa ættingja og vini, ættarþjóð og ætt- arland til þess að tendra ljós hinnar lifandi vonar í brjóstum hinna mörgu miljóna, sem enn ráfa i myrkri syndar og dauða, án guðs, án trúar og án vonar í heiminum. Hin lifandi von gefur kraftinn, hin lifandi von dregur úr hættunum og torfærunum, hin lifandi von breytir dauðauuin í friðarins og lífsins engil. Já, kristnu vinir! JPessi sömu áhrif liefir hin lifandi von í för með sér, hvar sem hún hefir náð að festa rætur í lijörtunum. Ekkert gæti verið fjær hinu sanna en að ímýnda sér, að þessi álirif hiuuar lifandi vonar í starflífiuu, í þjáningum og í dauða, birtust ein- göngu hjá postulum og píslarvottum, eða hjá þeim mönnum, sem vant er að telja ineðal hetjauna í guðs ríki hér á jörðu. Húu hefir liaft sömu áhrif á líf fjölda mauna, er alla æfi sína lifðu meðal hinna kyrrlátu í landinu, sem aldrei komu fram á sjónarsvið mannkynssögunnar, svo eftir jjeim yrði tekið, — aldrei komu fram á hinn andlega orustuvöll, þar sem sannleikurinn og lygin eða ljósið og myrkrið hafa háð hina miklu bardaga sína. Hversu margur erfiðismaðuriun hefir ekki barist fyrir lífinu, oft og eiuatt hinu allra fátæklegasta, mér liggur við að segja naumast mannsæmilegu lífi, barist fyrir því með aðdáaulegri elju og úthaldi, án allrar óþreyju og óþoliuinæði, og þakkað guði fyrir sitt afskamtaða uppeldi, jafnvel hið fátæklegasta hlutskifti, af |>vi að hann fyrir hina lifandi von í hjarta sínu átti það, sem dýrmætara er en gull og silíúr, dýrðlegra en pell og purpuri, sem sé: frið við guð og fyrir- gefningu synda sinna fyrir árnan JesúKrists. Hve ínargur krossberinn hefir ekki borið sárustu þjáningar á líkama sínum með stökustu Jiolin- mæði og undirgefni undir guðs vilja, já, þakkað guði fyrir hið þunga

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.