Verði ljós - 01.04.1900, Blaðsíða 11
59
fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum hefir, eftir mikilli miskunn sinni,
endurfætt, oss til lifandi vonar“. Amen.
Jón Holgason.
gwight jH. jjjoodg.
ifíðastliðinn 22. des. andaðist á heimili sínu í Mount Hermon, nálægt
NorthfieJd í N.-Ameríku hinn heimsfrægi prédikari Dwigth L. Moody,
sem með réttu er taliun einn af mestu og mælskustu kennimönnnm
hins kristna heims á 19. öldimii.
Með því að vér teljum víst, að margir af lesendum blaðs vors
bannist við nafnið, og gjarnan vilji kynnast betur lífi og staafi þessa
ágætismanus kristninnar, viljum vér með nokkrum orðum skýra frá
lielztu æfiatriðum hans.
Dwiglit Lyman Moody var fæddur í Northfield 5. febr. 1837. í'jögra
ára gamall misti hann föður sinn, er var steinhöggvari bláfátækur; móð-
ir hans, Betsy Holton Moody, andaðist fyrir tveim árum 91 árs gönml.
Átta ára gamall varð hann kúasmali hjá bónda einum og var hjá hon-
um sem viunu- og vikadrengur þangað til liann var 17 ára. 011 sú
mentun, sem honum hlotnaðist á þessum árum, var litilfjörleg barna-
skólamentun; liann þótti lítt laginn fyrir bókina og var þvi fremur litil
rækt við hann lögð í þeim efnum.
Seytján ára fluttist D. L. Moody til Boston og gekk þar i þjónustu
móðurbróður síns, skóara nokkurs, er bauð honum atvinnu hjá sér, illa
launaða. Strax eftir þangað komu sína byrjaði Moody að ganga á
sunnudagaskóla og við það vaknaði brátt trúarlíf hana, en jafnframt
eiunig hjartanleg þrá eftir að vinna fyrir guðs riki. Haun var 19 ára
gamall er liann til fulls ákvað að helga Jesú Kristi og ríki hans alt
líf sitt. Hanu hélt áfram skóaraiðu sinni um nokkurn tima, eu gerðist
jafnframt kennari í sunnudagaskóla einum i Boston ; þaðan fluttist hann
þó skömmu seinna til Chioago, en þar beið hans stærri verkahringur.
Ilann stofnaði þar sunnudagaskóla og safuaði að sér af gatna-ungdóm-
inum býsna óálitlegum hóp, sem fáir eða einginn hafði áður viljað skiíta
sér af; hann starfaði eiunig meðal sjómanna, sem hann gat uáð til,
vitjaði fangelsa og sjúkrahúsa, til þess að flytja sálunuin hið dýrðlega
fagnaðarerindi guðs rikis. Verkahringurinn stækkaði óðurn, og Moody
varð brátt að útvega sér stærri samkomusal og fókk hann haun í ein-
um af allra aumstu úthverfum borgariunar. Hór safnaði hann að sér
mesta sæg af olnbogabörnuin mannfólagsins, körlum og konum, göml-
wu mönnum og börnum og pródikaði fyrir þeim. Áður en árið var lið-
ið voru tilheyrendurnir í sunnudagaskóla hans orðnir alt að því 650,
og áhrifiu af starfsemi hans, tóku brátt að koma í ljós. 1860 gerðist