Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 2

Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 2
178 VKRÐI LJÖS'! -Fyrir þann tíma grúfði ægilegt svartnætti yfir heiminum, því að heimurinn var heimur án guðs. En heimnr án guðs er heimur hjúpað- hir 'dimmu svartDætti. Með fæðingu Jesú „ljómar af degi í austur átt“ því hvað er það sem Jesús flytur heiminum? Hann flytur heiminum guð, ekkert minna en guð. Þess vegua hlýtur svartuættið að hverfa 'og dagur að ijóma á himni mannkynsins við komu hans. Og Jesús flytur heiminum guð í lifandi mynd. Hann er sjálfur ljómi guðs dýrðar hór á jörðu. JÞar sem Jesús er, þar’er guð. „Hver sem hefir séð mig hefir séð föðurinn41, segir Jesús. Líttu á Jesúm! Líttu inn í broshýru barnsaugun, þar sem liann liggur sem reifað barn i jötunni, — líttu inu i sálu hans; eitis og hann lætur hana blasa við þér í orði sínu og verkum, eius og frá þessu er skýrt i guðspjöllunum, — líttu inn í hjart-a hans eins og hann opnar þér útsýn inn i það deyjandi á krossinum, — líttu inn í dýrð hans, eins og hún ljómar af persónu lians páskamorguninn, eftir upprisu hans. Þar sér þúguð, þar gefur þér að lita iust inn í hjartadjúp hins lifanda guðs. Hvað sérðu þar? Ómælilegt regindjúp miskunnar og mildi. Þar sem Jesús gengur fram, þar sérðu guð i allri hans miskunn og mildi. Hann kennir i brjósti utn þá, hann aumkvast yfir þá i allri eymd þeirra og neyð. Já, svo innilega aumkvast haun yfir þá, að liann gjörist maður þeirra vegna, vei'ður sem einn afoss, sömu kjörum háður sem vér, til þess að geta frelsað oss. Hve værum vér aumlega staddir, ef Jesús hefði ekki flutt oss guð, hinn miskunnsama og kærleiksrika guð! Vissulega væri þá hin dimma nótt eun yfir oss. Því að mannshjartariu nægir ekki guð eins og hann birtist í náttúrunni eða stjórn heimsins. Vér kunnum hvorki að lesa bók náttúrunnar eða mannlífsins, svo að vór við það getura fundið þann guð, sem hjartað þráir og getur hvílst hjá. Vér eigum svo erfitt með að finna hjartaslátt guðs i sögu náttúrunnar eða sögu mannlífsins. Sá guð, sem þar birtist oss, er oft því Ukastur sem hann hefði hvorki auga til að sjá með neyð maunanna, nó eyra til að heyra með kvein- stafi þeírra. Hann virðist þar oft líkari blindum örlögura, er strá út yfir heiminn láni og óláni, gleði og sorg, án þess að hirða hið minnsta um hvar það kemur niður, eða ósveigjanlegu lögmáli, er aðeins lætur afleiðiugar fæðast af orsökum, eu kemst hvorki við aí bænum eða tárum. En guð er ekki svo. Hann er ekki nein bliud örlög, hann erekki neitt ópersónulegt, tilfinniugarlaust lögmál. Nei, hann er kærleikur, auðugur að miskunn og meðaumkvun. Svo er hjarta lians heitt, svo er kærleikur hans mikill, að hann gjörist maður t-il þess að frelsa mennina. Eyrir sliku geisla-flóði hinnar guðdómlegu elsku hlýtur nóttin að hverfa. Angist, og vonarleysi breytist i sigurglaða fullvissu. Ofsi Og æði mannauna breytist i heilaga elsku. Það ljómar af degi i austurátt, degi, sem boðar vor, boðar sumar með sól og gróður.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.