Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 12

Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 12
188 VERÐI LJÓS Elzti souvirinn tók nú við rýtiugnum og síðan lögðu þeir allir af stað og héldu austur yfir Jórdan. Það var um hánótt er þeir komu að tjaldi Bedúina-höí'ðingjans, föðurbana þeirra. Elzti bróðirinn læddist inn í tjaldið og litaðist um. Hann sá Bedúína-höfðingjann, föðurbana sinn, sem nú var orðinn gam- all maður, sofandi sætum blundi við hlið konu sinnar. Ekki þurfti nema eina stungu með rýtingnum, — það var augnabliks verk, — og fóðurmorðsins var hefnt! En þegar hann lyfti upp handleggnum, var eins og honum hyrfi allur þróttur, — honum fanst hann ekki lofta morðvopninu. Haun reyndi af nýju, en það fór á sömu leið! Hann læddist því út aftur til bræðra sinna, sagði hvernig farið hefði og bað bróður sinn, þann er í miðið var, að taka rýtinginn og sjá hvort hon- um ekki mætti betur takast. Hann gjörði svo, læddist inn í tjaldið, en kom út aftur að vörmu spori að óunnu verki. Nti varð yngsti bróðirinn að reyna. Hann komst líka inn í tjaldið, án þess nokkur tjaldbúa yrði þess var, hóf rýtinginn á loft, en varð svo aftur að láta handlegginn síga. Það var sem einhver ósýnileg hönd þrifi utan um handlegginn, svo að honum þvarr allur máttur. Iívað átti liann til bragðs að taka? Nú var engiuu eftir, sem hægt væri að fela verkið á lieudur. Hann hugsaði sig uin og alt í einu kom honum ráð í hug. „Eg verð að hefua föður míns, en blóðug þarf liefnd mín ekki að vera“, hugsaði hann með sjálfum sér. Síðan beygði hann sig niður yfir hinn sofaudij mann, sneið lafið af skikkju hans og stakk i vasa sinn. Þvi næst leitaði haun þangað sem reiðhestur Bedúínans stóð og skar af houum ennistoppiun, hvarf síðan aftur að tjaldinu, skar nokkra af tjaldstrengjunum í sundur °g lagði síðan rýtinginn á brjóst hinum sofandi höfðingja. Að því búnu læddist hann út og fór á fund bræðra sinna. „Er föðurmorðsins liefnt?“ spurðu þeir. „Já, ég hefi komið fram liefnd fyrir iöður vorn; flýt- um oss þvi burt héðan!“ svaraði hann. Þegar birta tók af degi, vaknaði hinn gamli höfðingi og settist upp í hvílu sinni. Varð hann þá var rýtingsins, er féll á gólfið, og tók hann upp. Skoðaði hann rýtinginn í krók og kring, eu þekti liann ekki. Reis hann þá á fætur, vafði að sér kápu sinui og gekk út, til þess að líta eftir hestinum sínum. Hneggjandi kom haun á móti hús- bónda sínum, en hve brá honum hastarlega í brún, er liann sá hversu ennistoppurinn var af honum rakaður. Meiri svívirðing hafði aldrei verið framin gagnvart vopnfærum Bedúína. Hann mintist þó ekki á neitt við ættbræðnr sina, en gekk inn í tjald sitt og sagði konu sinni alt hið sanna. Þá varð hún þess vör, að lafið var skorið af skikkju hans og er þau lituðust um, sáu þau og, að skorið hafði verið á tjald- strengina. En hvernig sem hinn gamli Bedúíni braut heila sinn um það, hvernig á öllu þessu stæði, gat hann með engu móti getið sér til

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.