Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 11

Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 11
VERÐI LJÓS! 187 flúmmenin (Pjóðsaga frá, Gryðingalandi). Rúmmenin heitir þorp eitt lítið á Gyðingalandi fyrir austan Jórdan. Á dögum Saladíns soldáns á 12. öld e. Iír. bjó þar búi sínu fjölskylda nokkur kristin, sem hafði tekið þar land á leigu af Bedúina-höíðingja, sem var mestur maður þar í sveit. Höfðingja þessuru kom illa saman við konu sina, og einhverju sinni er fokið liafði i þau venju fremur, tíudi konan saman pjönkur sínar, fyrirlót heimili sitt og leitaði á náðir hins kristna bónda, er þegar skaut skjólshúsi yfir hana. Nokkrum vikum seinna sættist hún aftur við bónda sinn og hvarf aftur heim í tjald hans. Friðurinn varð þó ekki langær. Og einliverju siuni er höfðinginn var sem reiðastur konu sinni, mælti hann í gremju sinni: „Snautaðu burtu, snáfaðu aftur til kristna hundsins, sem þú fórst til í vetur“. Konunni rann i skap við þessi orð og mælti fremur óvarlega: „Hvort kallar þú hann hund? Sauulega segi ég þér, að skóþvengir hans eru tiu sinnum meira virði en þú“. Við þessi orð, og einkurn þessa fyrirlitlegu samlikíngu, varð höfðing- inn enn æstari. Honum þótti hér of nærri höggið tign sinni og hann ásetti sér að bana kristna bóudanum. Næsta dag tók hann reiðskjóta sinn og reið á stað til bóndans. Honum var þar tekið með allri alúð og kurteisi og ræddust þeir við vingjarnlega svo að ekki var anuað sjáanlegt en að höfðinginn hefði gleymt áformi sínu. En þegar er hann skyldi aítur halda heim og bóndinn leiddi fram hest hans og hélt í tauminn meðan hinn kæmist á bak, vatt höfðinginn sér að honum, tók rýting sinn og keyrði liann í brjóst bóndanum, svo að hann með hljóðum miklum féll til jarðar. Kona bóndans heyrði hljóðið og gekk út og synir liennar þrír, er enn voru á barnsaldri, en Bedúínahöfðinginn steig á bak og reið leiðar sinnar eins og ekkert hefði í skorist. Bóndinn lifði aðeins nokkur augnablik eftir áverkanu; en er hann var örendur, dróg kona haus hnífinn út úr sárinu, og sagði sonum sínuin, að héðan af hvíldi sú skylda á herðum þeirra að hefna þessa morðs og svifta morðingjann lifi. Veslings ekkjan þorði ekki að búa þarna áfram, en safnaði saman öllum fjármunum sinum og fluttist með drengjum sinum vestur yfir Jór- dan til fæðingaistaðar sins uálægt, Nablús. Þar ólust drengirnir upp og urðu bæði stórir og sterkir. Einhverju sinni kallar móðir þeirra þá til sín, minnir þá á afdrif íoður þeirra og réttir þeiin rýtinginn svo segjandi: „Með þessum rýt- ing var faðir ykkar myrtur, nú er það yðar að hefna morðsitis með því að reka sama rýtinginn í hjarta morðiugjans“.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.