Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 8

Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 8
184 VERÐI LJÓS! „Ég veit það, og ég ketmi vissulega í brjósti um yður, en — skyld- an verður að ganga fyrir öllu. „Ég hefi aðeins sagt hið sanna“, andvarpaði slökkviliðsmaðurinn. „Ég var sjúkur af þreytu — og — og af sorg — ég er enn sjúkur og með meguasta höfuðverk og svima“. Slökkviliðsstjórinn þagði um stund og horfði á liðsmanninn. Hon- um liafði altaf litist svo vel á hann, þennan fríða og vasklega unga mann; hann vissi hve félögum haus þótti vænt um hann og hve mikið álit þeir höfðu á lionum sökum vaskleika hans og áræðis. Hann hafði aldrei til þessa haft neitt út á hann að setja, hvorki í þjónustunni né utan hennar, þangað til þetta óhapp — þessi slysni — vildi til, að hann kom að honum sofandi á varðstöðinni. Sennilega hafði hann ekki sofið nema örfáar mínútur, — en að sofa á eldsvoðavarðstöð, það er synd, sem varla verður fyrirgefin. „Þar sem þér nú hafið fengið verðskuldaða ofanígjöf, vona ég, vegna slökkviliðsins, að þér látið ekki slíkt henda oftar. Þér getið farið“. Skyldan verður að ganga fyrir öllu. Annars hefði slökkviliðsstjór- inn ekki lagt leið sina upp i ráðhús bæjarins, er haun hafði lokið tali sinu við seka slökkviliðsmanninn. Því að heima hjá honum voru líka veikindi. Litli drenguriun hans var sjúkur, einkasonurinn hans. Hann hafði líka vakað þrjár nætur í röð; hann var lika þreyttur og dasaður og hefði heldur viljað fara heim til þess að vera hjá sjúka drengnum sínum og til að hvila sig, — ef hægt hefði verið að fá tóm til þess. En skyldan — skyldan! Það sem hann heimtaði af undirmönnum sínum, heimtaði hann líka af sjálfum sér. Enginn skyldi geta borið honum á brýn, að lianu hefði nokkru sinni látið embættisskyldurnar sitja á hakanum fyrir heimilinu. Þess vegna gekk hann nú upp í ráðhúsið og sat þar fram eft.ir öllum degi niðursokkinn í leiðinlegar skýrslur og byggingaáætlanir og uppástungur af ýmsu tagi. Bærinn hafði vaxið svo mjög á síðari ár- um, þess vegna þurfti nú að gjöra breytingar á ýmsu snertandi slökkvi- liðið, bæði öllu fyrirkomulaginu og áhöldunum. Auk þess þurfti bæði að auka slökkviliðið og koma upp nýjum eldsvoða-varðstöðum. Þetta var bersýnilega bráðnauðsynlegt. Liðsmennirnir voru yfirkomnir af þreytu, og þeir gátu ekki verið alstaðar, hve fegnir sem þeir hefðu viljað. Það var ómögulegt að búa leugur við þetta fyrirkomulag. Og meðan hann sat og þiugaði um þetta fram og aftur með hiu- um hávisu bæjarfulltrúum, stóð Pritz Hagerup, liðsmaðurinn, sem hafði sofnað, honum sifelt fyrir hugskotssjónum. Hann hafði sofnað — sofn- að af þreytu og fengið verðskuldaða ofanígjöf. Verðskuldaða? Nei, voru það ekki iniklu fremur þessir hávísu og sigeispandi bæjarfulltrúar, er sátu þarna fyrir framan hann, voru það ekki miklu fremur þeir, sem

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.