Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 5

Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 5
VERÐI LJÓS! 181 sneri liann sér að vinum sínum, er hjá honum stóðu og furðuðu sig á þvi, hversu allir nú fyrirlétu hann svo skyndilega, og sagði: „Þór eruð sjálfir vottar mínir, að ég sagði: „Ekki er óg Kristur, heldur: Eg er sendur á undan honuro. Sá sem á brúðina, hann er brúðgumi, enn vinur brúðgumans, sem stendur hjá honum og hlýðir á haun, gleðst innilega við rödd brúðgumans. Þessi gleði mín er fullkomin. Hann á að vaxa, en ég að minka“. Það veitti Jóhannesi skírara hina fullkomuu gleði að hlýða á rödd Jesú. Og þannig staðfesti haun orð engilsins hina helgu nótt: „Sjá óg boða yður mikla gleði: Yður er í dag frelsari fæddur“. n. Sextíu ár eru liðin. Yór erum staddir i Efesus, hinni frægu höfuð- borg Litlu-Asíu, hér um bil 90 árum eftir fæðingu Krists. Þar situr gamall, öldungur, en þó með unglingssvip. Hann er ineð bókfellsleugju fyrir framan sig og er að rita. Ljósið skín framan í hann og myndar geislabaug um höfuðið á houum, lokkana silfurhvitu, sem liðast niður á herðar honum. Haun lyptir höíðiuu og lítur upp. Svipurinn er unaðs- fagur og hreinn. Andinn er yfir honum. Lengi horfir hann fram und- an sér, einblínir á ljósið án þess að honum verði ofbjart í augum. Auguaráðið er eins og á örn, sem sagt er að geti horft í sólina viðstöðu- laust. Maðurinn er Jóhannes, - lærisveinninn, sem drottinn elskaði; hann er nú einn allra lærisveinanna eftir á lífi. Langt er liðið siðan er Páll lét höfuð sitt fyrir öxi böðulsins, — langt er liðið siðan er augu Péturs lukust altur þar sein hann hékk krossfestur. Nú er hann einn eftir á lífi. Og aftur grípur haun ritreyrinn og skrifar. Hvað er hann að skrifa? Vér lítum yfir öxlina á honuni og lesurn úr penuanum hjá honum: „Það sem vér höfum heyrt og séð, það boðum vér yður, til þess að þér líka getið haft samfólag við oss: eu vort samfélag er við föðurinn og son hans Jesúm Krist. Og þetta skrifum vór yður, til þess að gleði yðar geti orðið fullkomin". í samfélaginu við guð, föður vorn, og Jesúra Krist drottin vorn, er liina fullkomnu gleði að finua. Svo vottar Jóhannes, postuli kærleik- ans. III. Frá Jórdan og frá Efesus hverfum vér til Jerúsalem. Það er skír- dagskvöld, þar sein Jesús er staddur i loftstofunni til að neyta páska- máltíðar í siðasta sinni með lærisveinum sinum. Páskalambinu hefir verið slátrað, liin heilaga kvöldmáltíð er innsett og svikariun Júdas er genginn burt til þess að fremja ódæðisverk sitt. Jesús situr einn eftir

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.