Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 16

Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 16
i9á VERBI LJÓS! praktiske Trosliv. Kjöbenlmvn. Frimodts Forlag. 1904“. Verð 2 krónnr), lmí’a lesendur blaðsins þegnr séð sýnishorn, þar sem er hin einkar hugðnæma grein „Trú og hlýðni“, í 7. og 8. tölublaði V-lj. í sumar, því að sú grein er einmítt þýdd úr þessu nýja riti. Bókinni er skii’t í sjö höfuðkalla, er hver um sig bregður ljósi yíir „leyndardóm trúarinnar“ frá nýrri blið. Þeir standa að vísu í nánu innra sambandi sin á milli, en þó þannig, að hver þeirru myndar liku heild út. af fyrir sig. Yfirskriftir hinna einstöku kalla gelu bezt hugmynd um efni ritsins: 1. Trú og skilningur, 2. trú og vissa, 3. trú og lundarfarsmyndun, 4. trú og hlýðni, 5. trú og rósemi, (». trú og sigur og 7. trú og lofsöngur. 1 formála bókarinnar farast höfundinum orð á þessa leið: „1 stórhópum stunda menn á vorum dögum fyrir utan hlið trú- ar-leyndardómsins og drepa á dyr. Með barnshendi er drepið á dyrnar, með titrandi armlegg bins aldraða, og þó einkum af þeim er lifa i fullu fjöri æskunnar. Sumir verða að knýja lengi á dyrnar; þeir verða að heyja sitt þyngsta stríð þar á þröskuldinum. Fyrir öðrum ljúkast dyrnar upp fljótar; en þ e i r r a bíður þó baráttan þegar lengra kemur inn í heim trúar- innar; því að enginn, sem lifa vill liíi sínu í trú, fær með öllu komist hjá baráttu“. Hver einusti trúaður maður á við einhverja ákveðna erfiðleika að stríða. — Einn spyr: Hvernig fæ ég samrimt trú rnína við skynsemi mína ? Annar: Hvernig get ég orðið fullviss um frelsun sálar minnar? Þriðji: Hvernig get ég varist því við duglegu nolkun náðarinnar að vnnbrúku náð- ina? Fjórði: Hvernig fær trú min orðið bin sigribrósandi trú? Það eru þess konar spurningar sem iðulega verða á vegi sérhvers þess, er gefur sig ulvarlega við íhugun leyndardóms trúarinnar. Bókin flylur svör upp á þessar og þvílíkar spurningar, svör, er bera jafnljósan vott um skilning böfundarins á munnlegu sálurlífi og þekkingu lians á lífinu í beimi trúarinnar. Hann hefir sjálfur reynt hvað það er að standu fyrir utun og drepa á dyr, þess vegna getur bann hér geíið þær bendingar, sem liann gefur. Bókin er sérstaklega dýrmæt fyrir alla þá, er eiga að leiðbeina öðrum i sáluhjálpar efnum, en hún er ekki síður dýrmæt fyrir hverja leitandi sál, sem er alvara moð trú sína og ekki gjörir sig á- nægðan með óræktuðan akur hjarta sins. Framsetningin öll ber á sér sömu rithöfunds-einkennin og önnur rit- þessa samu höl’undur, nnnars vegar Ijör og mælsku, hins vegar djúpfærna hugsun og sannfærandi röksemdir. — Áður en ég sleppi pennanum vil ég getu þess, að sami höfundur er ný- byrjaður á að gel'u úl flokk kristilegra smárila, er miða i Irúvarnnráttina, og nefnist: „Stuttar hugleiðingar um mikilvæg efni“ („K o r t e Ord om store Ting“). Er 1. hefti útkomið og heitir: „Kristindómurinn er sann- veruleiki11 (Kristendom — en Vi rkeligh ed“) og kostar 25 aura. Er ætlast lil að árlega komi út 4 hefti. Útgefendur: Jón Helgason, prestaskólakennari, og Haraldur Níelssou, kand. í guðfræði. Reykjavík — Félagaprentsmiíjan.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.