Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 4

Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 4
Í8Ö VEHÐI LJÓs! „Nóttin er umliðÍD, en dagurinn er í nánd; leggjum því af verk myrkursins og íklæðumst hertýgjum ljóssins11. Amen. (Að nokkru leyti eftir Tliorv. IClavoness). lin fullkomna glcði. i. í óbygðum Júdeu stóð maður nokkur og prédikaði. Það var mik- ill maður fullur eldis og áhuga. Yandlætingin vegna drottins skein f'ram af augum hans, og heilög alvara ljómaði af' allri persónu hans. Maðurinn var Jóhannes skírari. Um fleiri aldir, nærfelt fjögur hundruð ár, hafði engin spámanns raust látið til sin heyra í Israel, en á þessu tímabili hafði aftur á móti lýður drottins orðið margt að þola misjafnt, mótlæti og móðgauir af hálfu Sýrlendinga og Rómverja. £>á gall við alt í einu básúna drottins. Rödd heyrðist í óbygðunum alvarleg og hrein: „Gjörið iðruu, þvi að ríki himnanna er í nánd. Greiðið veg drotni!“ Og fólkið eins og vaknaði af svefni. Það lagði eyrun við og þyrpt- ist út að bökkum Jórdanar, þar sem Jóhannes skírði. Tollheimtumenn og hermenn með sviða i samvizku leituðu sér lækningar og raeinabóta hjá spámanninum. Meira að segja Farísearnir, þessir hágöf'ugu menn í augum lýðsins, fóru út til þess að sjá manninn í úlfaldahárs-úlpunni og með leðurbeltið um lendar sér. En liann lét sór fátt um finnast. Ótta- laust fietti hann ofan af hræsni þeirra og yfirdrepskap. Hispurslaust sagði hann þeim til syndanna: „Þér nöðruafkvæmi, hver hefir keat yður að umflýja komandi reiði? Sjáið, öxin er lögð að rótiuni, og hvert það tré, sem ekki ber ávöxt, skal verða höggvið upp og kastað í eldinn“. ----Það var sem logandi eldur brynni i augum hans, og eins og reidd öxi snertu orð hans þá, er á hlýddu. En svo gjörðist það einn daginn, er hanu var að pródika fyrir mannfjöldanum, að öll harkan og allur reiðisvipurinn hvarf af honum alt í einu. Röddiu volduga varð alt i einu svo mjúk og viðkvæm og honum vöknaði um auguu, og með hendinni, sem skalf af geðshræriugu, benti hann á mann nokkurn, sem kom gangandi niður með ánni í djúp- um hugleiðingum og nálgaðist hann. Og hann mælti lágurn rómi, en þó svo að allir heyrðu: „Sjá, lambið guðs, sem ber synd heimsins!“ Og hann laut Jesú og mælti: „Herra, ég er þess ekki verður, að ég leysi skóþvengi þína“. Og þegar svo allir fiyktust í kringuái kina nýupprunnu sól, sól sólnanna frá Betlehem, og sueru baki við lirópandanum í eyðimörkinni,

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.