Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 6

Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 6
180 VERÐI LJÓS! umkringdur af hinum ellefu vinum sínum, sem ekki getur til hugar komið að yfirgefa hann. Af vörum hans hljóma hin dásamlegu skilnað- arorð, svo auðug að huggun og auðug að fyrirheitum, sem lærisveinninn, sem drottinn elskaði, hefir i letur fært í guðspjalli sínu. Og þegar hann segir þeim samlíkinguna djúpu og andrfku um vín- tróð og greinarnar, er eins og gleðibros reuni yfir hið alvarlega andlit hans. Hin takmarkalausa og óumræðilega elska hans, sem gjörði hann og gjörir enn svo ómótstæðilegan, skín úr augum haus, og bregður heilögum bjarma yfir hina sviphreinu ásjónu hans. Hann litur framan i lærisveinana með kærleikans augnaráði og segir: ,,Þetta hefi ég talað til yðar, til þess að gleði mín sé hjá yður, og til þess að gleði yðar geti orðið fullkomin". Heimurinn hefir margvíslega gleði á boðstólum i kringum jólin. Alstaðar heyrir maður umhverfis sig „gleðileg jól!“ Og menn reyna að eignast þessa gleði, sem heimurinn býður. Sumt er syndsamleg gleði í ofáti og ofdrykkju, sumt er saklaus gleði, — en ekkert af því er fu 11 k o m i n gleði. Hina fullkomnu gleði er hvergi að finna nema hjá Je.-u’x Kristi! Guð gefi oss að öðlast hana nú á þessari miklu gleðihátíð. Guð gefi oss hina sælu gleði guðs barna í trúnni á fyrirgefningu syndanna fyrir Jesúm Krist. Því að þetta er hin fullkomna gleði. Með hliðsjón á 72. sálmi Davíðs. Vorn konung, drottinn, djásni prýð úr dygða gulli sanna, að hann sé góður hirðir lýð og hjálpin aumingjanna. Lát stjórn hans veita f'relsi, frið og farsæld hverjum þegni: hún sannleik verndi’ og sakleysið, en synd og löstum liegni. Sem döggin firrir visnun völl oss verji lög hans grandi; hans ríki gagni ráð haus öll sem regnið þurru landi. Þeir allir blessist á hans tíð,

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.