Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 10

Verði ljós - 01.12.1904, Blaðsíða 10
VERÐI LJÓS! 186 „.Dugið nú vel, piltar! dugið uú vel. TJpp með stigann“, kallar hann, er hann loks kemst út úr þvögunni. Stiginn er þegar reistur. Eldtungurnar eins og seilast eftir að ná til hans. Vatnsbunurnar skella með háreysti á húshliðina eða inn um gluggana, inn í bálið þar sem það er mest. Sjálíur hefir slökkviliðsstjórinn tekið eina slönguna sór i hönd og með henui beiuir liann vatnsbunu upp eftir stiganum, upp að gluggan- um á fjórða lofti, þar sem einn slökkviliðsmaðurinu er nú að reyna að bjarga því, sem hann á dýrmætast í eigu sinni. Hveruig honum hefir tekist, þar sem hann stendur í efstu stigarim- hmi, umkringdur af eldi á allar hliðar, — hvernig honum hefir tekist að ná i stóra strangann, sem hann nú heldur á undir annari hendinni jafnframt því sent hann rreð hinni öllu fremurber en styður ungu konuna ofan stigann, - hvernig hattn fer að komast ofan með alt þetta— það má drottinn vita. Meðan þessu fer fram, hefir slökkviliðsstjórinn staðið með aftur augun. Þá fyrst, er hann heyrir fagnaðaróp mannfjöldans, þorir hann að líta upp. En fagnaðarópin kváðu við um götuna þvera og endi- langa. Allir dáðust að vaskleika og dugnaði hius hugprúða slökkvi- liðsmanns. En það var eins og hann heyrði ekkert af þvi, eins og það væri honuin með öllu óviðkomandi. Hann hneigði sig fyrir yfirmauni sínum og rétti honum strangann. „Hagerup!“ inælti lianu. „Fyrirgefið mér! Hvernig get ég þakk- að yður fyrir þetta?!“ „Ekkert að Jiakka; herra slökkviliðsstjóri. Eg hefi aðeins gjört skyldu mína“. Hinn ungi maður sneri sér við og ætlaði að fara aftur til starfa sinna, því að eun var ýmsu óbjargað og eldurinn eun í algleyiningi. „Bíðið þér ögn við, Hagerup. Má ég tala við yður nokkur orð. Ég hefi verið að hugsa um konuna yðar, sem þér sögðuð að væri sjúk -“. „Hún er dáin, herra slökkviliðsstjóri“. „Dáin?“ „Já, ég frétti það í sömu andránni, sein ég fékk tilkyuninguna um eldinn hérna“. „Og — og þrátt fyrir það — gátuð þér — ?“ „Já, herra slökkviliðsstjóri, skyldan verður að ganga fyrir öllu“.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.