Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Blaðsíða 6
30
NÝAR KVÖLDVÖKUR.
«Aldrei á æfi minni hefi eg stritast annað
eins,» sagði hann. «Hann er helmingi þyrigri
en nokkur hestur. Eg braut sleðann minn í
Höfðakleifum. og svo fékk eg hjartasleðann hans
Rórarins í Útheimi lánaðan. Eg er orðinn
dauðuppgefinn »
Parna lá björninn dökkgrár, langur og lubba-
fegur.
«En hvað hann er langur og mjór,» sagði
Ólafur í ási. «Ekki hafði eg hugsað mér hann
svona.»
«Hann er, svei ntér, ekki svo mjór, dreng-
ur minn; hannerbýsna þrýstinn,» sagði Gunn-
er gamli.
Nei! Hefir hann svona langan lagð?» sagði
Níels. «Hann er öðruvísi en björninn, sem lýst
er í lesbókinni, drengir!» —
sRað þykir mér líklegt,» sagði Ounnar og hló.
«Já, já!« sögðu allir drengirnir.
Peir tóku í fæturna á honum, Iyftu augna-
lokunum og horfðu í augun.
«Kreistið þið á honum hramminn,» sagði
Uunnar. «Lítið þið á!»
Hann kreisti löppina, og klærnar teygðust
út, langar og hvassar.
«Með þessum hrammi getur liann í einu
höggi felt stærsta hestinn í bygðinni. Og lít-
ið þið á þennan kjaft,» sagði Gynnar, og
glenti sundur bjarnarginið. «Retta er verkfæri,
drengir, sem hann bryður með uxabein eins og
þið tyggið jarðepli.»
Drengirnir æptu og hörfuðu undan, en fóru
þó brátt aftur að skoða björninn.
«Hana nú! þið eruð nú búnir að skoða hann
nógu lengi, farið þið nú heim, drengir,» sagði
Gnnnar, „en þú, EgiII, komdu og snúðu fyrir
mig hverfisteininum; eg þarf að draga skurð-
arhnífinn. Eg ætla að flá bangsa í kvöld.»
«Fleygir þú kjötinu» sögðu drengirnir.
«Eruð þið vitlausir! Nei, það er ágætasta
steikarkjöt, og eg er þegar búinn að selja
skrifaranum það á 10 krónur vættina.»
«Snúðu nú, Egill, annars verð eg ekki bú-
inn að flá hann fyrir myrkrið.»
Egill þreif sveifina, og sneri svo hart að
vatnið gusaðist upp úr stokknum.
«Þú ert duglegur, drengur minn, þegar þú
tekur þig ti!,» sagði Gunnar.
Hann var í góðu skapi, af því að liann
hafði veitt svo vel.
«Er enginn vondur við þig á skólanum ?»
«Onei, það eru allir góðir við mig.«
«Það er furða, þar sem þú ert svona af-
káralega klæddur. Menn eru vanir að henda
gaman að slíku.
Ef einhver gerir á hluta þinn, þá skaltu
bíta frá þér, drengur minn.»
A eg að segja honurn það? hugsaði EgiII.
Honum þótti ekki vænt um nokkurn mann
eins og föðurbróður sinn, nema ef vera skyldi
amma hans. Hann trúði honum fyrir öllu.
Hann heldur að eg sé til einhvers nýtur.
Hann styrktist við þessa hugsun, og sneri stein-
inum svo hart, að Gunnar bað hann að hægja
ofurlítið á sér. «Þú mátt ekki snúa svona
hart,» sagði hann. «Þetta er nóg.»
Hann stóð upp og fór að brýna hnífinn.
«En er það ekki illa gert?» sagði Egill í
hálfum hljóðunt,
«Hvað?» sagði Gunnar, og horfði undrandi
á hann.
«Að hefna sín?»
«Ónei, drengur minn, órétt á enginn að þola,
hvorki gagnvart sjálfum sér né öðrutn.«
«Þá hefi eg gert rétt», sagði Egill.
«Hvað gerðir þú?»
„Hann Níels er svo vondur við hana Helgu
frá Haugi.»
«Ójá, hún er hölt, og hefir annan fótinn
bæklaðan, og þess verðttr hún að gjalda.»
«Hún er svo góð.»
«Já, hún er góð stúlka. Þú hefir þó ekki
lent í áflogum hennar vegna?"
«Jú, eg barði Níels», sagði Egill og roðnaði.
Gttnnar hló ekki að honum, hann skoðaði
þetta með mestu alvöru eins og Egill sjálfur.
«En svo hefir þú farið halloka.»
«Nei, eg stóð mig vel, og barði Níels nteira