Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Síða 9
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
33
Hann varð dauðhræddur, og fleygði sér
aftur á bak, en skíðin báru hann áfram. Hann fann
til óþolandi kvalar, sem leið gegnum merg og
bein. Hann datt Iangt, langt niður; hann hljóð-
aði upp yfir sig, og vaknaði — — innilega
glaður yfir því að vera heilí á húfi þarna á
gólfinu, sterku og stöðugu.
«Þú hefir sjálfsagt ekið hingað núna, og
beitt hestinum þínum fyrir vagninn,» sagði
Níels við Egil, þegar hann kom í skólann dag-
inn eftir.
Egill þagði, og settist í sæti sitt.
Enginn hló. Peir tóku ekki eftir fyndninni
hans Níelsar núna. Ólafur í Asi og fleiri dreng-
ir voru að tala um hann Larfa frá Bakka og
dýrin hans. Regar Egill kom inn, lækkuðu
þeir róminn.
Stúlkurnar hvísluðust á, litu á hann, og fóru
svo að hlæja. Rær langaði svo rnikið til að
sjá þessi dýr, en þær gátu ekki farið heim til
hans til að skoða þau, það var alveg óinögu-
legt. Svo hniptu þær hver í aðra, pískruðu
eitthvað sín á milli, og fóru svo aftur að
skellihlæja.
Egill hafði ávalt dregið sig í hlé, þegar
drengirnir voru á skíðum, en þennan dag fór
hann með þeim til þess að horfa á þá.
Rétt hjá skólahúsinu var ailbrött skíðabrekka.
Hún var orðin margtroðin og hál sem ís, í henni
miðri höfðu þeir búið til hengju. Egill horfði
á þá um stund. Honum fanst þeir ekki vera
neinir afbragðs skíðamenn. Aðeins Ólafur í
Asi og Níels gátu staðið þar sem hengjan var
hæst. Rað gerði þó varla betur núna, af því
að brekkan var svo hál, og erfitt að stýra
skíðunum.
«Kant þú áskíðum, Egill?» spurði einn þeirra.
«Ójá.»
»Pað væri nógu gaman að sjá hann skruðl-
ast hérna niður brekkuna,» sagði annar.
Aliir fóru að hlæja, því að engum kom til
Imgar, að hann hefði nokkurn tíma reynt skíða-
hlaup.
Agli varð all-skapþungt. «Haldið þið, að
eg hafi aldrei séð skíði fyr?«
Nú var hann hugaðri en áður, af því að
hann vissi, að hann myndi fá skíðin sín bráð-
lega, og geta sýnt þeim livað hann kynni.
«Já, það ætlum við víst,» sagði Níels, «eða
heldurðu að þú standir þessa brekku?» bætti
hann við og reygði höfuðið hæðnislega.
«Rað held eg, ef að skíðin mín væri komin.»
«Heyr á endemi! F*ú hefðir víst haft með
þér skíði, ef þú hefðir nokkuð kunnað á þeim,»
sagði Níels.
«Viltu reyna, Egill ? Egskal lána þér skíðin
mín,» sagði Ólafur í Ási. «Rað eru ágæt skíði.
Hann ÓIi beykir hefir smíðað þau.»
Egill leit á skíðin, þau voru ekki svo afleit,
en þó var annað Iag á þeim en skíðunum
hans föður hans.
«Farðu nú af stað,» kölluðu margir í einu.
„Rað er svo hart undir, að eg er hræddur
um, að eg kunni að brjóta skíðin.»
«Eg held að þú sért hræddur um að brjóta
í þér beinin,» sagði Níels og hló.
«Eg ábyrgist skíðin,» sagði Ólafur.
Egill steig í táböndin, og fór af stað.
Rað var aðeins Ieikur fyrir hann að standa
þessa brekku, hann hafði oft staðið verri brekkur.
Sá, sem aldrei hafði séð Egil á skíðum,
þekkti hann ekki sem sama mann.
Hann hafði iðkað skíðahlaup frá því fyrsta
að hann mundi eftir sér. Hann var ekki hár í
loftinu, þegar faðir hans Iét hann fara með sér
út í skóginn og upp á heiðina til þess að leggja
snörur með sér. Hann varð brátt leikinn í því.
og veiddi marga orra, rjúpur og héra.
Allir urðu sem steini lostnir. Rví hafði
enginn trúað, að litli drengurinn, magri og föl-
liti, sem ætið sýndist svo lingerður og stirð-
busalegur, gæti breytzt svona mikið .
Hann gekk upp brekkuna á skíðunum, fljótt
og fimlega, án þess að renna í spori um eina
hársbreidd; og þegar hann var kominn upp,
lagði hann þegar af stað niður brekkuna aftur,
öruggur og kvíðalaus. Hann stóð.
Svo fór hann upp á brekkuna í annað
sinn, og gerði nokkru lengra lofthlaup af heng-
junni en í fyrra skiftið, Augu hans brunnu
5