Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Side 19
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
43
tekningar orðum, þegar stjörnufræðingurinn
byrjaði að tala.
«Oilkrist,» sagði hann, »eg ræð mér ekki
fyrir gleði, þeirri stóru gleði að hafa eignast
hraustan og efnilegan dreng, óðalseignin er
frelsuð.»
«Ó. þetta hefir svo mikla þýðingu fyrir
mig,» sagði hann um leið og hann slepti á
mér handleggnum og fór að ganga fram og
aftur um svalirnar. <Eg á einn einasta óvin í
veröldinni, og það er einmitt maðurinn,
sem hefði erft óðalseignina eftir mig, hefði
eg dáið erfingjalaus. Nafn hans er Dayrell
Tregenna, og þetta varmenni hefir þráð dauða
minn og óskað mér undir græna torfu; en nú
mun drengurinn minn breyta allri afstöðu hans.
Hann mun ekki áræða að koma framar á heim-
ili mitt. Já, eg er sannarlega hamingjumaður
í kvöld.»
Eg komst eigi að því að segja eitt einasta
orð, honum fór sem fleirum dulum og fámál-
ugum mönnum, að þegar þeir gefa tilfinning-
um sínum lausan tauminn, segja þeir miklu
meiri en þeir vildu eða ætluðn sér.
Við gengum seint til hvílu um kvöldið, og
og síðustu orð hans við mig voru: «Eg Iegg
af stað heim á morgun, hvað svo sem öllu
öðru líður. Eg fæ enga hvíld né frið fyr en
eg fæ að sjá drenginn; að hugsa sér að eign-
ast dreng eftir öll þessi ár, og vera laus við
Dayrell. Óskaðu mér til hamingju Qilkrist.»
«Já, eg geri það,» svaraði eg.
«Langt og hamingjuríkt líf fyrir drenginn,»
bætti hann við.
«Sömuleiðis það,» svaraði eg, en skeytið sem
eg hafði í brjóstvasanum, hafði þau áhrif á mig
að orðin ætluðu að sitja föst í hálsi mér.
«Þér takið þessu öllu svo kuldalega,» sagði
hann, < það er auðheyrt að þér eruð ekki gift-
ur, ella væruð þér meira hrifinn.»
<já, eg er ekki giftur, og eg á heldur enga
óðalseign til þess að láta ganga f arf, en samt
óska eg yður nú hjartanlega til 'hamingju, herra
minn.»
«þegar"þér kontlð til Englands, verðið þér
að heimsækja mig til þess að sjá drenginn,
munið eftir þessu, þér eruð sá eini í hópnum,
sem eg hefi góðan þokka til, því verðið þér
að koma og sjá drenginn.»
Frú Tregenna var eigi nefnd á nafn.
Næsta dag lagði stjörnufræðingurinn af stað
heim, og næstu daga sundraðist flokkurinn og
sinn fór í hverja áttina, en eg tók mér nokk-
urra mánaða dvöl á Indlandi, og á þeim tíma
barst mér sú harmafregn, að Collet Iæknir, bezti
vinurinn minn, væri látinn, hafði hann andast
sama daginn og hann sendi mér umgetið sím-
skeyti og varð þannig snögt um hann.
Þegar eg, eftir Indlandsförina og dvölina þar,
kom aftur til Lundúnaborgar og fór að blaða
í bréfahrúgunni, sem beið mín heima, varð bréf
fyrir mér með hinni einkennilegu skrift stjörnu-
fræðingsins.
Aumingja maðurinn, hugsaði eg, nú hefir
hann fengið að vita um missi sinn. Guð hjálpi
honum, mér rann þetta til rifja, því eg hafði
aldrei séð mann í jafn ákafri geðshræring og
hann, kvöldið í Madras.
Eg opnaði síðan bréfið og las;
«Kæri Gilkrist!
Mér er sagt, að þér séuð væntanlegur heim
í júní. Eg vona, að þér þá þegar gjörið mér
þá ánægju að heimsækja mig. Mig langar svo
mikið að sýna yður drenginn, hann er svo'
fallegur, eins og föðurhjartað frekast getur ósk- (
að, Dayrell er enn í höfuðstaðnum, og stund-
um heimsækir hann okkur, en eg hugsa ekkert
um hann framar, þar sem eg hefi fallega dreng-
inn minn alt af hjá mér. Í stuttu máli, eg er svo
öruggur.
Yðar Jón Tregenna.
Bréf þetta vakti hjá mér ýmsar hugsanir,
eg fór að leyta að skeytinu frá Collet lækni,
sem eg hafði geymt vandlega; eg las það einu
sinni yfir mjög grandgæfilega, og fullvissaðist
urn, að þar var tvímælalaust skýrt frá dauða
barnsins. Hefði vinur minn verið á lífi, mundi
eg eflaust hafa farið til hans og leitað skýring-
ar í þessu máli, sem mér fór að þykj'a ærið
tortryggilegt. En nu var eigi því að hdísa. Eg