Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Qupperneq 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
37
Max Odrich þagnaði.
«Maðurinn fór undir eins» hélt Agataáfram,
„að bjóða mér hund, sem hann ætti heima.
Hann væri nýkominn utan úr sveit og ekki
enn bæjarvanur, og því hafi hann ekki komið
með hann á markað; heima hjá sér gæti eg
fengið að sjá hann. Eg lét hann lýsa hundin-
um fyrir mér, og lýsingin bar alveg heim við
hann Zeppa minn.»
«Og nú ætlið þér— —»
«Að minsta kosti að komast fyrir, hvort
þessi grunur minn á við rök að styðjast.»
«Og þér eruð ekki hrædd um ...»
«Það er einmitt þess vegna, sem eg vildi
biðja yður að hjálpa mér. Maðurinn er ekki
góðmannlegur útlits, og ef hann sér, að eitt-
hvað ætlar að komast upp um hann, er ekki
að vita til hvers hann þrífur. Rjónninn minn
er því miður lasinn, og alókunnum manni get
eg ilia trúað fyrir þessu fyrir mína hönd, því
að eg ein þekki Zeppa. Eg vil heldur ekki
láta það dragast, svo hundurinn verði ekki
seldur öðrum. Kaupmaðurinn kvaðst verða
heima eftir tvo klukkutíma. Rér verðið að vera
mér til hlífðar— hjálp til vara ef í hart kynni
að fara. Rað er ekki langt þangað — eitt af
fyrstu húsunum í útborginni eftir tölunni að
dæma. Hver veit hvort við finnum ekki líka
hann seinni Zeppa minn, fyrirmyndina yðar
á litmyndinni!»
Pað var í raun og veru eitt af næstu hús-
unum í útborginni, gamall hjallur, skuggaleg-
ur og draugalegur, sem þau komu að eftir
nokkura stund.
Unga konan aðgætti það vandlega, og sagði
svo: «Héráþað að vera, jafnt jörðu til vinstri
handar; verið þér nú eftir hérna, ef þér viljið
gera svo vel, því að ekki megum við sjást
saman. — Ó þér megið ekki halda, að eg fyr-
irverði mig fyrir að láta sjá mig með yður —
neitið þér því ekki, yður datt það í hug, egsá
það á hreyfingum yðar. En þá þekkið þér
mig illa. Eg met einskis palladóma heimsins.
Rað eru hagsmunirnir, sem sá getur notað sér,
sem stendur einn í veröldinni eins ög eg. f>á
er maður sannarlega frjáls, og verður það þang-
að til rnaður sleppir því frjálsræði af eigin vild.
Pér skuluð vita, að í dag hefi eg gert það af
yfirdrepskap. Hundasalinn veit ekki betur en
að eg sé gift; eg hefi stundum gainan af að
bregða fyrir mig uppgerðinni, ef það er nokk-
ur skynsamleg átylla til þess. Og svo var hér,
Eg vildi ekki láta þennan tvíræða mann koma
heim til mín; hann bauð mér að sönnu að
koma með hundinn; enn þá hefði hann ef til
vill þekt mig aftur eða farið að gruna eitíhvað
og ekki komið. Ress vegna sagði eg honurn,
að eg ætlaði að koma flatt upp á manninn
minn, og gefa honum hundinn í afmælisgjöf.
Rannig veit hann hvorki hvað eg heiti, né neitt
um mig. Eg gift — er það ekki skrítið? eða
— er eg nú sérlega frúarleg ?»
«Eg veit ekki,» stamaði Max Odrich vand-
ræðalegur og roðnaði upp í hársrætur, '«hin
náðuga ungfrú lítur út — eins og þér eigið að
líta út. En nú skii eg— menn gætu haldið,
að eg væri maðurinn yðar— eg, giftur eigin-
maður—- Ja, væri það ekki kátlegt?»
«Eg veit ekki,» át Agata brosandi upp eft-
ir honum; en svo þegar förunautur hennar
varð enn vandræðalegri, hætti hún, sneri sér
að húsinu og sagði: «F*ér bíðið mín þá hérna
í skjóli við vegginn þarna. Rér komið ef eg
kalla, eða eitthvað það gengur á, að eg þurfi
hjálpar með.»
Aður enn málarinn gat svarað var hún
horfin léttum og stæltum skrefum inn í skugga-
lega húsið.
Hjartað lamdist um í Max Odrich. I þenna
svipinn gleymdi hann sínum eigin vandamálum
gagnvart þeirri konu, er hafði gert honum svo
mikið gott og bjargað honum. Hann beindi
nú augum og eyrum aðeins að því, er gerast
kynni næstu augnablikin. Hann nærri iðrað-
ist eftir að hafa hleypt henni einni inn. Var
það ekki á hans ábyrgð, ef veikburða kven-
maður lenti í helberri hættu. Rað kom í hann
einhver óskiljanleg hræðsla. Ef eitthvað kæmi
nú fyrA- hana! Honum fanst sú tilhugsun
fara éins ög hnífur í gegnum hjarta sitt. Var