Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Blaðsíða 8
32
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
þöngulhausarnir þeir arna. Presturinn kemur
þó stundum í skólann líka. Hann ætti að
þekkja mannsandlit».
Jæja, þeim er nú, ef til vill, nokkur vorkunn.
Hann er feiminn og óframfærinn.
En sjá þeir ekki í honum augun?
Peim sýnast þau líklega aulalegl!
Og svo halda þeir, að hann sé í engu nýtur.
Peir dæma fantinn eftir flíkunum. Eg hefði átt
að tala fyr við kennarann. Hann er fremur
hógvær maður og sanngjarn. Eg skal kenna
honum að þekkja snáðann.»
Gunnar hafði þann sið, eins og margir
einsetumenn, að tala við sjálfan sig.
Egill tálgaði í ákafa, og lét sem ekkert væri
um að vera, en hann hlustaði með mestu at-
hygli, og heyrði hvert orð, sem Gunnar sagði
við sjálfan sig.
Hann varð svo ánægður, og honum óx
sjálfstraust. Föðurbróðir hans hafði þó álit á
honum. «Eg skal ekki bregðast trausti hans«
hugsaði liann með sér. Hann tók bókina, og
fór að lesa, og svo reyndi hann sig enn einu
sinni, til þess að vera viss um að kunna það.
„Á morgun skal eg kunna alt reiprennandi,«
sagði hann öruggur og rétti úr sér.
«Eg held þú sért að vaxa, drengur minn,»
sagði Gunnar og leit upp.
Egill gekk út. Pað var glaða tunglsljós, og
stjörnurnar blikuðu á heiðuin himninum. Snjór-
inn huldi jörðina, hvítur og gljáandi, Svalinn
strauk blóðrjóðar kinnarnar hans, kælandi og
hressandi. Hann gekk inn í eldiviðarskálann.
Par lá fjalhögg allstórt. Hann tók á því af
öllum kröftum, en gat aðeins bifað því. Hann
skirpti í lófana, og reyndi aftur, en gat ekki
loftað því.
«Bíddu við<!sagði hann »eg skal einhvern-
tíma taka þig upp!"
Hann gekk aftur inn í stofuna. Gunnar stóð
við hilluna, og hafði kveikt á spýtu, sem hann
hélt í hendi sér, og var að skoða dýramyndir
Egils.
Hann hagræddi þeim fyrir sér, brá hendinni
fyrir augað, og horfði svo á þær.
„Hann er furðu skarpsýnn, drengurinn.
Hann hefir það úr honum afa sínum. Hefir
nokkur séð líkara? Svona kemur sauðkindin,
teygir fram snoppuna og vonast eftir bita, sak-
laus og einfeldnisleg'; alveg eins og sauðkind-
in er og á að vera.»
Egill stóð í sömu sporum. Hann réð sér
ekki fyrir gleði.
Pað sloknaði á spýtunni. Gunnar sneri sér
við. «Jæja, ert það þú, drengur minn. Nú
er mál að hátta. Annað kvöld skaltu fá skíð-
in þín.»
„Ó, hvað það verður gaman!» sagði Egill gláð-
ur í bragði. «Pá skal eg sýna þeim, hvernig
á að nota skíði!»
Egill lá lengi vakandi í litla fletinu sínu.
Gunnar svaf í hárúmi mjóu við vegginn rétt
hjá arninum.
Tunglið var komið svo vestarlega, að það
skein inn um gluggann á vesturhliðinni, og á
loðfeldinn í rúmi Gunnars.
En hvað föðurbróðir minn er góður, hugsaði
Egili. Hann á engan sinn líka. Eg held hann
skilji alla hluti. Pað er undarlegt, að hann
skuli búa svona einn.
Gunnar hraut ákaflega.
Egill hlustaði á hroturnar alvarlegur, eins
og það væri húslestur.
Loks sofnaði hann.
Hann dreymdi, að hann væri heima á Bakka.
Ainma hans stóð úti á túninu, og hélt á körfu á
handleggnum. Hann var sjálfur kominn upp
á Gaukakleif með skíðin sín»
«Rendu þér ekki þarna»! hrópaði hún til
hans.
«Pú þarft ekki að vera hrædd, amma mín!»
kallaði hann aftur, «eg hefi oft rent mér hérna
niður.»
Hann varþegar kominn á flugferð, og steypt-
ist fram af hverri hengjunni á fætur ’annari.
Var hann ekki enn kominn niður á jafn
sléttu? Nei, þetta var ekki Gaukakleifin. Hann
var kominn fram á Stígandahlaup, fremst fram
á þrítugt bjargið, og neðan við var áin, djúp
og freyðandi.