Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Blaðsíða 23
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 47 viðburður, í bóksögu íslendinga. Það væri synd að segja að mikið hafi verið gert að því að kynna oss íslendingum stórmenni heims- ins í andans heirni. Vér höfum dálítið sögu- legt veður af konungum og keisurum, þing- málaþrefi og fáeinum pólitískum boluxum ald- arinnar, en hinna: vísindaskörunganna og skáld- anna hefir verið lítið sem ekkert minst. Agúst Bjarnason, sá er heimspekisstyrkinn fékk fyrir fáum árum, hefir nú brotið heiðarlega ísinn með bók þessari; þó margt kynni að vera við bókina að athuga, þá er hún samt í heild sinni þess verð, að sem flestir læsu hana, ekki sem sögu, heldur með athygli, og reyndu að skilja hana vel. Pað er að sönnu talsvert erf- itt að hafa full not hennar fyrir þann, sem ekki hefir neina þekkingu í þeim etnum áður, Bókin er nl. yfirlit yfir sögu heimspekinnar frá Kant og fram undir aldarlokin. En þar ber fleira á góma en heimspekin ein. Pað er saga mannlegrar hugsunar, bæði í náttúruvísindum o. fl. um sama tíma, og þó stutt sé yfir farið er yfirlitið furðu glögt og gott til þess að ná frumdrögunum í hugsunarþroska aldarinnar_ Fyrst er þar Iýst í stórum dráttum þjóðíélags- framför og þjóðfélagsþroska aldarinnar, en æði laust er það yfirlit og útdráttarkent; síðan er lýst kenningum og stefnum hinna heldri heimspekinga Rjóðverja um fyrri hluta aldar- innar: Kants, Fichte, Scheilings, Hegels, Teuer- bachs o. fl. Síðan er Iýst heiztu stefnum raun- vísindanna, bæði í náttúruvísindum, þjóðíélags- fræðum og öðrum raunvísindum, er fram hafa komið á síðari hluta aidarinnar. Er þar æði fljótt yfir sögu farið, sem von er, en þó furðu glögt teknir aðalþræðir efnisins. Að öllu samanlögðu er bókin furðanlega ljós, þegar þess er gætt, hvað erfitt þetta viðfangs- efni er, og nærfelt ekkert hefir verið áður rit- að um það á íslenzku. Margt hefir höf. orðið að búa til af nýjum orðum og eru mörg beirra heppileg, t. þ. hugkviar fyrir hugsunarkvíar (Kategoriur); sum eru aftur síður ljós, t. d. skynkviar (Anschauungs-formen); í því orði felst naumast það sem ætlast er til. Annars er mál- inu víða aihnjög ábótavant, ogjafnvel málleysur úr tali við hafðar sem góðar og gildar orð- myndir, t. d. komustum f. komumst af að kom- ast rýjar f. rýr af að rýja eins og sögnin væri rýja, rýjaði í staðinn fyrir rýja rúði o. m. fi. Að útleggja orðið Geni með afburðamaður er ekki heppilegt, því að afburðamaður til vinnu eða að kröftum, sem er altíðast í íslenzku,get- ur ekki heitið Geni. Svo er og allmikið af ritvillum. Slíkt má ekki lærður rithöfundur láta sjást eftir sig, og jafngóðri bók og þessi er, er það til stórlýta. En þrátt fyrir þetta fagna eg komu bókarinnar; þó að hún sé ekki stór, og láti lítið yfir sér, vegur hún upp á móti tíu öðrum, seni prentaðar hafa verið nýiega. Smælki. Réttu tökln. Uniferðasalinn: Mætti eg fá að tala við húsfreyjuna ? Það gelið þér óefað, ef þér eruð eigi mállaus, sagði fasmikill kvenmaður, sem hafði opnað lnirð- ina í hálfa gátt. Fyrirgefið, þér eruð þó vænti eg ekki húsfreyjan? Jú, það er eg, eg er það, eða hvað hélduð þér að eg væri annað. ef til vill húsbóndinn, smalinn eða eitthvað annað.« Fyrirgefið. Eg skammast mín að segja frá því, eg hélt að þér væruð yngri dóttir hjónanna hérna. Nei, þetta var þó tindarlegt; en eftir á að hyggja, hvað hafið þér fallegt að selja okkur hérna, maður góður, gjörið svo vel að ganga í bæinn. Klukkutíma síðar skundaði umferðasalinn glað- ur í bragði út traðirnar. Húsfreyjan hafði keypt fullan helming af því er hann hafði meðferðis og eigi kvartað yfir verðinu. Þeir komast ávalt áfram í henni veröldu, sem kunna réttú tökin á náunganum. Málsbætur. Dómarinn (við kærða): Þér kannist þannig v;ð að hafa hent ölglasi í höfuðið á kærandanum? Kærði: Já, herra dómari. En þetta var gam- alt og brotið glas, og hefir því eigi getað verið mikilsvirði.s

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.