Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Blaðsíða 18
42 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Samvizkulaust fjárdráttarbragð. Frásaga eftir enskan lækni. Fyrir mörgum árum var það einu sinni, þegar von var á tvöföldum sólmyrkva á Suð- ur-Indlandi, að ferðalagslöngunin hertók mig svo, að eg réði eigi við mig, og hafði enga eirð heima, enda þá ekki heftur af neinum föst- um áríðandi störfum. Óyndið heima lagðist þungt á mig, og þráin eftir að sjá hin sólríku austurlönd magnaðist dag frá degi. Eg réðist því því íförmeð nokkrum vísindamönnnm, sem á- formað höfðu að ferðast til Indlands, meðfram til þess, að sjá þennan einkennilega og sjald- gæfa náttúruviðburð. Feiðin gekk i alla staði að óskum, og við náðum hinum ákveðna stað nógu snemma, til þess að njóta ánægjunnar af að sjá hinn tvöfalda sólmyrkva, sem stóð fullar 6 mínútur. Vér höfðum farið upp í land- ið, til þess vísindalega að ransaka viðburðinn; en héldum jafnskjótt ofan að sjávarströndinni og hann var um garð genginn. Formaður þessarar farar hét Jón Trengenna, fríður maður og spengilegur, hár vexti og dökk- ur á brún og brá. frægur stjörnufræðingur og gaf sig allan við þeim vísindum, alt annað virti.st honum sama um. Hann var af góðu bergi brotinn og kominn af ríkisfólki og átti stóran búgarð við sjávarströndina í Kronvall. Ressi herramaður hafði verið giftur nokkur ár, en átti engin börn, má vera að það hafi verið orsökin til þess þunglyndisblæjar, sem alt af annað slagið virtist hvíla yfir honnm, því op- inbert Ieyndarmál var, að dæi hann barnlaus mundi hin fagra óðalseign hans komast í 'nend- ur fjarlægum stofni af ætt hans. Kvöld eitt, þegar við sátum í hitanum og kyrðinni úti á svölunum í stórri gistihöll í Mad- ras, sneri hann sér alt í einu til mín og segir: ^Rér eruð læknir, er eigi svo, Gilkrist?» Jú, eg hefi lesið læknisfræði,* svaraði eg. «Já, eg heyrði það í gær, og spurði yður að þessu, af því eg er svo áhyggjufullur út af konunni minni.» Frú Trengenna, eg vona að hún sé við góða heilsu.-< svaraði eg. «Rað vona eg líka,» ansaði liann með dauf- .legu brosi, svo stansaði hann, en segir svo eftir litla þögn með geðshræring, sem gerði honum erfitt um mál: «Regar eg fór af stað heimanað, var von um að við mundum eign- ast erfingja. Við höfum verið gift í 10 ár. Vísindanna vegna komst eg eigi undan að fara þessa ferð, annars inundi eg aldrei hafa yfir- gefið hana í svo hættulegu ástandi. Eg hefi átt von á að fá fréttir að heiman, og húslækn- ir minn lofaði að símrita hingað, en ekkert skeyti kemur, þessi óvissa er kveljandi, en hvað eg verð feginn að komast af stað héðan heim- leiðis.» Hann hafði naumast slept orðinu þegar einn af hallarþjónunum kom út til okkar með tvö símskeyti. Var annað til stjörnufræðingsins, en hitt til mín. Eg opnaði skeytið til mfn, sem var frá lækni í Lundúnaborg, sem eg hafði haft mikið saman við að sælda, hafði það ýmsar mikils- varðandi upplýsingar fyrir mig um árangur af læknisfræðislegri tilraun, sem við báðir höfð- um átt þátt í að gera. Síðustu línurnar hrygðu mig, og vöktu hjá mér hluttekning. Pær voru svo hljóðandi: < Samferðamaður yðar. Jón Tre- genna, hefir beðið skipbrot vonar sinnar um erfingja. Frú Tregenna fæddi í morgun svein- barn, sem andaðist eptir klukkutíma. Petta eru hörmuleg tíðindi fyrir stjörnufræðinginn, hugs- aði eg meðan eg var að stinga skeytinu í vasa minn. En í þessu bili þreif Treganna óþyrmi- lega í öxlina á mér. Eg horfði undrandi á hann, og virtust mér hárinn rísa á höfði hans, og augun vera að springa út úr höfðinu, skeytið hans hafði auðsjáanlega flutt honum sorgarfregnina. Eg var einmitt að búa mig undir að stynja upp nokkrum almennum hlut-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.