Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Side 7

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Side 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 31 en iiann niig; og þegar egvarkominní klípu, hjálpuðu hinir drengirnir mér.» „Ekki þarft þú að fyrirverða þig fyrir þetta, drengur minn,» sagði Gunnar gamli, «eg sé að þú hefir mannshjarta, breyttu þessu sam- kvænit framvegis, þá verður þú einhvern tíma að manni.» Það var hlýtt og bjart í stofunni þeirra frænd- anna um kvöldið. Egill sat við arninn, og keptist við að læra í kverinu sínu. Hann var kófsveittur, og þuldi í sífellu. Hann lagði aftur bókina, til þess að vita hvort haun kynni greinarnar orðréttar. Nei, nei, hann varð að lesa þær enn mörgum sinnum. «Geturðu ekki munað það?» sagði Gunn- ar. Hann lá endilangur á bekk'num og var að reykja í pípunni sinni. «Rú mátt ekki missa kjarkiiin. Hvíldu þig um stund, þá gengur þér betur.» Egill gerði það, tók hnífinn sinn og fór að tálga mannsmyndina sína, sem hann var hálf- naður með. Hann fann að föðurbróðir sinn var í góðu skapi, og braut því upp á samræðu við hann. »Reir trúðu inér ekki«. «Hverjir?» sagði Gunnar, hristi öskuna úr pípunni, og fór að láta í hana aftur. «Drengirnir». »Hverju trúðu þcir ekki?» »Að eg hefði búið til þcssar dýramyndir “. „Komu þeir hingað inn og sáu þær?" »Já«. Og svo sagði hann honum upp alla söguna. «Eg held að þeir liafi trúað þér, en sagt hitt til að stríða þér. Eg er hræddur um að þeir séu vondir við þig. En þú segir ekki eft- ir þeim, það er ágætt. Vertu óblauður, og sýndu þeiiii að þú sért ekki duglaus, þá fá þeir virðingu fyrir þér, og láta þig hlutlausan." «Eg vildi, að eg hefði skíðin mín!» »Þau skaltu fá. En ef hann neitar þér um þau, þá skal eg útvegu þér skíði, þó að eg þurfi að smíða þau sjálfur.» «En þau verða ekki eins góð og. mín skíði,« sagði Fgill. «Heldurðu það? Það getur verið. Það er afbragðs gott lag á skíðunum hans föður þíns. Eg ætla að tala við hann á morgun, og hann skal mega til að láta undan. Og svo kem eg með þau.« »Þakka þér fyrir", sagði Egill, og augu hans ljómuðu af gleði. Svo las hann um stund. «Nú held eg, að eg sé búinn að læra það.« »Það er ágætt» sagði Gunnar. «Það er ekki til neins að missa kjarkinn.« «Þótt brekkan ^é brött, og þú dettir hvað eftir annað, þá haltu áfram; þú getur staðið liana á endanum». «Já, á skíðunum get eg staðið«, gall Egill við. Gunnar fór að hlæja. »Eg átti ekki við skíðabrekkur eingöngu; það eru til fleiri brekk- ur, en það er eins um þær, drengur minn." »Eg vildi að þú vildir tala við kemiarann.« Gunnar tók pípuna út úr sér, og starði á Egil. «Er hann ekki góður við þig?» «JÚ, jú,» sagði Egill með ákefð og tilfinn- ingu, en»------— «Hvað áttu við?" «Mig langar svo mikið til að Iæra að skrifa.» Færðu það ekki?" «Nei, eg fæ aldrei að skrifa, og eg þori ekki að biðja kennarann að lofa mér það.» «Einmitt það, hann heldur líklega að það sé of snemt fyrir þig, þú þarft auðvitað fyrst að þylja öll ósköp utanbókar. Eg skal tala við kennarann, drengur minn.» Egill varð glaður við. «Heldurðu að eg fái pappír, penna og blek eins og hin börn- in»? «Auðvitað.» Gunnar gekk um gólf, ýtti hattinum aftur á hnakkann, og ræskti sig dug- lega. „Faðir hans er svo skeytingarlaus; hann hefir ávalt verið það, karlinn. Að líkind- um treystir hann mér. Jæja, eg skal ekki svíkja drenginn hans. Það er í honum gull, drenghnokkanum. Þeir ætti að geta fundið það,

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.