Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Page 12
36
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
sagt eitt og annað — En nú er hann hættur að
konia til þeirra.»
«Líklega af því að hann hefir mátttil. Rað
er raunalegt að vera slíkur listamaður og vera
í tjárþröng.»
Ritarinn svaraði :engu þessum orðum, sem
komu frá hlýju og viðkvæmu hjarta. Að minsta
kosti heyrði Odrich, sem stóð þar skjálfandi
og með hjartslætti, ekkert svar.
Dyratjöldin opnuðust alt í einu.
Agata Moralt stóð frammi fyrir honum.
Glaðlegt bros lék um alvarlega, fallega and-
litið hennar,
«Æ, þarna eruð þér þá sjálfur — gerið þér
svo vel — þér hafið víst ætlað inn — var ekki svo?»
Ungi málarinn færðist ekki úr stað. Óttinn
og úrræðaleysið settu haft á fætur honum.
«Eg ætlaði... nei. .. þess þarf ekki lengur
. .. ef þér vilduð gera svo vel. .. í svo vondri
birtu» .. hann varð orðlaus, því hún horfði
á hann forviða, ... «fyrirgefið, eg ætlaðist
eklci til þess.. . það var tilviljun að eg heyrði...»
Bros lék aftur um andlit Agötu Moralt —
bjart gleðibros.
«Nú, þer vitið þá, að eg ætla að ræna yð-
ur myndinni yðar; þetta eru afleiðingarnar;
því hafið þér málað myndina svona meistara-
lega ? Hún heillar mann í fyrsta viðliti, og það
er ekki hægðarleikur að slíta sig frá henni —
og þá verður maður að kaupa hana.»
«Náðuga ungfrú," stamaði hann, «eg veit
ekki hvernig eg— þér ofhlaðið mig því góða —
eg get enga þökk sýnt yður, og á yður þó
alt að þakka — meira að segja umgerð mynd-
arinnar, — hún er af yðar peningum ...»
«Sem þér áttuð,» tók hún fram í, „það
gleður mig af hjarta; nú hefi eg þó uppbót.»
« Uppbót?» ,
*Já, Cæsar, Zeppa, sem eg kallaði liann;
því að það er hann, sem þér liafið sett þarna
á myndina?»
Max Odrich gat engu svarað. Hann titr-
aði við og skifti iitum. Agata tók ekki eftir því
eða eignaði það óframfærni hans.
«Rér vitið náttúrlega ekki, að Zeppa er ekki
lengur í minni eigu. Hann hvarf einn daginn
ertir að eg fór. Mér fellur illa að verða að
segja yður það, af því eg veit hvað hundur-
inn var elskur að yður. Eg veit yður fellur
illa, ef honum líður illa. Eg hefi heldur ekki
sparað að snupra stúlkuna, en hún afsakar sig
með uppþotinu sem varð við eldsuppkomuna.
Bara að hundgreyið hafi ekki orðið fyrir slys-
um við hana.»
Max Odrich hélt hann mundi sökkva í
jörðina. Hefði hún verið einsömul, hefði hann
fallið á kné fyrir henni og sagt henni alt eins
og var. Honum virtist hún hvort er var eins
og friðarengil! fyrirgefningarinnar og gæðanna.
En —hér var það ekki hægt— að eins fáeinum
samhrygðarorðum megnaði hann að stama upp.
«Nú», sagði hún um leið og hún gekk út
að salardyrunum, og málarinn varð henni sam-
ferða, «Pað liggur betur í mér en hingað til
hefir verið. Eg held helzt að eg sé á leið
með að komast eftir, hvar gamli Zeppa minn
er niður kominn.»
Málaranum létti svo, að hann andvarpaði
við: «A, haldið þér það? Hvernig geturstað-
ið á því?»
«Rér getið bráðum fengið að vita það ef
þér viljið. En það er ókurteisi af mér að biðja
yður urn dálitla aðstoð— eða viljið þér hjálpa
mér?“
«Með þúsundfaldri ánægju, ef eg get.»
«Eg kom hingað af hundamarkaðinum,»
sagði hún, «í dag liefi eg þó áunnið nokkuð
einmitt þegar eg átti tveggja kunningjanna að
sakna. Eg hitti manninn aftur, sem hafði selt
mér Zeppa, þann fyrri að segja. Rað var auð-
séð að hann þekti mig ekki. Eg lét ekki á
neinu bera, en lét hann hæla hundum sínum.
Svo sagði eg að eg væri til með að kaupa
bolhund— eg veit varla af hverju, en mér þótti
maðurinn grunsamlegur; ef til vill gæti eg á
einhvern hátt felt hann á sjálfs hans bragði.»
< Rér haldið þá, að hann hafi þá aftur ver-
ið orðinn eigandi að hundinum sínum — yðar?»
«Já, að hann hafi blátt áfrain stolið hon-
um; scgið þér það bara fullu nafni,»