Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Blaðsíða 20
44
NÝAR KVÖLDVÖKUR.
sá því, að eg varð að bíða og vita hvort tím-
inn leiddi eigi í ljós, af hverju símskeyti Coll-
ets var í fylsta ósamræmi við það, sem herra
Tregenna skýrði mér frá fyr og nú. En for-
vitni mín var vakin, og eg einsetti mér að
heimsækja óðalseigandann sem fyrst,
Herra Tregenna tók sjálfur á móti mér á
járnbrautarstöðinni, var hann mjög glaður í
bragði og lék við hvern sinn fingur, þung-
lyndið og ómannblendnin, sem mér í fyrstu
hafði virst hvíla yfir manni þessum, var með
öllu horfið.
«Hjartanlega velkominn,» sagði hann og
rétti mér höndina.
«Hvernig líður drengnum yðar?» spurði eg.
«Ágætlega, gullfallegur snáði, sem aldrei hef-
ir orðið misdægurt síðan hann fæddist.»
«En frúin ?»
«Heilbrigð eins og hestur, hvað ætti svo
sem að geta gengið að henni. Annars sýnir
hún sig sjálf innan stundar. Parna sjáið þér
húsið, er þetta eigi land sem er ánægjuefni að
geta eftirlátið syni sínum. Hvað, sögðuð þér
nokknð herra Gilkrist?»
«Nei,» svaraði eg, «en eg var að hugsa um
hvað landið yðar er ljómandi fallegt.»
«Já, það hefir verið í ættinni marga manns-
aldra.»
Við skunduðum síðan heim að hinu reis-
uglega íbúðarhúsi, og stóð frúin úti fyrir dyr-
unum, og barnfóstran stóð á bak við hana í
hvítum kjól með drenginn í fanginu.
«Hér komum við Kata,» hrópaði maðurinn,
«komdu með drenginn. Petta er herra Gil-
krist. Láttu mig taka við drengnum, hvað segið
þér svo um snáðann?»
Meðan Tregenna lét dæluna ganga roðnaði
frúin ofurlítið, annars var andlitsliturinn bleik-
ur og fór því hinn daufi roði henni vel. Augu
hennar voru glansandi og horfði hún með
miklum innilegleika á manninn, enn gaf mér
eða barninu engan gaum.
«Er þetta ekki efnilegur drengur eigi nema
6 mánaða?» sagði faðirinn.
Jú, mjög laglegt barn» svaraði eg.
»Heyrðu góði minn« sagði frúin, «það er
óvíst að hr. Gilkrist sé jafn barnelskur og við,
það er svo eðlilegt. Á eg eigi að sýna yður
garðinn herra minn, eða óskið þér heldur að
koma inn undir eins til tedrykkju?»
»Eg vil koma með yður að skoða garðinn,»
svaraði eg, «en það er eigi rétt hjá yður að
eg hafi eigi miklar mætur á synt yðar, því eg
var hjá manni yðar þegar hann fyrst fékk skeyt-
ið um drenginn, og eg vissi því vel, hve ó-
umræðilega glaður hann var við það, og hefi
eg oft hugsað um það síðan.»
»Já, það var fagnaðarríkt kvöld,«’sagði óð-
alseigandinn og rendi ástríkum augum til kon-
unnar. Svipur hennar breyttist allur við þessi orð,
dökku augun hennar glönsuðu meir en áður
og hún brosti yndislega, en hins vegar lýsti
andlit hennar miklum viljakrafti, og því, að kona
þessi myndi ekki láta alt fyrir brjósti brenna
ef í það færi og á þyrfti að halda; yfirleitt
geðjaðist mér mjög vel að henni og fór eg nú
að veita barninu nákvæmari eftirtekt. Rað var
þreklegur drengur nokkuð stórskorinn og mér
var ekki hægt að sjá, að hann væri neitt líkur hvor-
ugu foreldrinu. Hann hafði hvorki fegurð móð-
urinnar né hinn göfugmannlega svip föðursins.
Hann var eitt af þessum vanalegu börn-
um, sem menn víða sjá, en hraustlegur var
hann og táplegur.
«Yður finst hann ekki líkur okkur« sagði
frúin, og mmi hafa rent grun í hvað eg var
að hugsa um.
«Nei, eg sé ekki að hann líkist ykkur,« svar-
aði eg.
»Blessaður unginn«, sagði óðalseigandinn,
„liann er ekki nema sex mánaða gamall, það er
enn ekki hægt að gizka á hvernig hann muni
verða. Eg hefi nú oft hugsað um að hann muni
likjast þér« og liann kinkaði kolli framan í
konu sína, »til munnsins t. d., sjáið þér ekki
að hann hefir óvenjulega fallegan munn.»
»Nei, hann líkist mér ekki og þér ekki
heldur Jón«, svaraði hún.
>Jæja þá«, sagði óðalseigandinnóþolinmóð-
ur, háiiii er allra fallegasti drengur og alveg eins