Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Blaðsíða 10
34
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
sem eldur, og kinnarnar voru orðnar blóðrjóð-
ar. Hann var öruggur og ófeiminn. I þess-
um leik stóð enginn honum á sporði, og eng-
inn gat brugðið honum um stirðbusahátt.
«Eru engar betri skíðabrekkur hér nærri?»
sagði hann og horfði í kringum sig.
Níelsi líkaði hið versta. Ekki nema það þó,
að þessi hrafnsungi skyldi skáka þeim öllum.
«Reð er líklega bezt fyrir þig að fara upp
á Glámujökul, og reyna þig þar,» sagði hann
og hló bæðnislega.
«r*að er ekki til neins að reiðast, Níels,»
sagði Ólafur í Ási. ((Rú kemst ekki til jafns
við hann á skíðahlaupi, það er eins gott fyrir
þig að viðurkenna það þegar.»
«Eg hefi nú staðið stærri brekku en að
tarna og tekið lengra lofthlaup en Egill gerði,»
sagði Níels vandræðalegur.
Nú sáu þeir mann koma akandi. Rað var
læknirinn. Hann var hinn mesti atgerfismað-
ur, og hvatti ávalt æskulýðinn til þess að iðka
allskonar íþróttir. Einkum þótti honum gam-
an að skíðahlaupum.
Hann kom að einmitt þegar Egill rendi sér
niður brekkuna seinna sinni. Hann stökk af
sleðanum og hljóp upp til þeirra í brekkuna.
hann hafði verið harðgjör og liinn mesti fim-
leikamaður á unga aldri.
«Petta er ágætt, drengir mínir! Skíðahlaup
er hin fegursta íþrótt. Munið eftir forfeðrum
vorum, Arnljóti Gellina og mörgum fleirum. Við
skulum nú sjá, hver ykkar er færastur. Hérna
er tveggja króna peningur*. — —
Hann sneið dálitla grein af grenitré, klauf
upp í annan endann, og lét peninginn í rifuna.
Eftir það stakk hann sprotanum í snjóinn
fremst frammi á hengjunni.
«Þarna eru nú verðlaunin, drengir!» sagði
hann.
«Sá, sem tekið getur sprotann um leið og
hann fer fram af hengjunni, og tekið lengst
lofthlaup, fær verðlaunin. En þið megið ekki
vera með nefið niðri í snjónum; þið . verðið
að stauda beinir og stöðugir.»
Drengirnir þektu lækninn, og þótti vænt um
hann. Hann var mikill barnavinur. Hann
hafði oft veitt verðlaun, bæði börnum og full-
orðnum, á þjóðhátíðinni.
«Hvaða drengur er þetta, sem rendiséráð-
an, eg man ekki eftir, að eg hafi séð hann ?»
Pað er hann Egill á Bakka,« sagði Níels.
Hann studdist fram á stafinn sinn, sparkaði í
snjóköggul, og bar sig mjög mannalega.
«Einmitt það! — sonur skíðasmiðsins?»
Drengirnir þustu af stað.
«Nei, nei, ekki nema einn í einu,» sagði
lœknirinn, «alt verður að fara fram reglulega."
Flestir steyptust fram af hengjunni, þegar
þeir seildust eftir sprotanum. Sumir skeyttu
honum ekki, óg tóku alllangt lofthlaup af hengj-
unni, en svo kollveltust þeir, þegar niður kom.
Að þessu varð hin bezta skemtun.
Nú kom Ólafur í Ási. Hann náði sprot-
anum, en slepti honum þegar aftur, er liann
tók lofthlaupið. Pá kom svo mikið fát á hann,
að hann misti annað skíðið. Hann misti jafn-
vægið, hringsnerist á flugiuu, og steyptist koll-
hnís niður á jafnsléttu.
(Niðurlag næst.)
Pjófurinn.
Framh.
Hann svaf nokkuð um nóttina, bugaður af
andlegri og líkamlegri þreytu. Næsta dag tók
hann pensilinn, og málaði og málaði hvíldar-
laust að kalla, og gleymdi sekt sinni á meðan.
Svo liðu tveir, þrír, fjórir dagar. Hann
þorði varla að koma út. Hann fór aðeins út
um miðdegisbilið, til að fá sér að borða. Við
borðið lieyrði hann frá því sagt, að eldurinn
hefði brátt orðið slöktur. Miðdegið var ótta-
legasti tíminn fyrir hann, því að þenna hálfa