Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Blaðsíða 1

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Blaðsíða 1
völdvökur arg. Akureyri í rnarz 1907. Víkingurinn. 4. hefti. III. KAPITULI. Ofviðrið. Þeini sem á bryggjunni stóðu, og horfðu a «Sérskessameyna< bruna frá landi með fullum seglum, mun sízt hafa komið í hug, hvað í vændum var, og enn síður þeim, er á henni voru. Öruggur hugur er einkunu- sjómannanna, og þeim er sú góða gáfa veitt, að láta alla aðra, sem með þeim eru, líka vona ails hins bezta, eins og þeir gera. Vér ætlum nii að hlaupa yfir ferðina sjáifa, og láta oss nægja að lýsa hinum hörmulegu afdrifum hennar. Páð kom á ofsaútnyrðingur, er hrakti skip- ið suður í Biskayafióa; stóð hann látlaust í 3 daga, en svo sáust merki þess um lágnættisskeið, að heldur nnmdi fara að iægja veðrið. Skip- stjórinn hafði alt af verið uppi; nú gerði liann boð eftir æðra síýrimanni; >Osvald,« sagði Ing- ram skipstjóri, «hann er að lægja, og eg held það versta verði afstaðið í dögun. Eg ætla að fara ofan og leggja mig út af eina eða tvær stundir; kaiiið á mig ef einhver breyting kem- ur á. Osvald Bareth var hár maður, fríður og vöðvaþéttur, ágætis sýnishorn að kynslóðinni vestan Atlandshafs. Hatln hugaði vandlega til lofts áður en hann svaraði nokkru; seinast horfði hann lengi undan veðri. »Eg held nú heizt ekki; eg sé engin merki þess forvindis að það ætli að birta. Stormurinn fær sér bara dálitla hvíld til þess að geta tekið því kröftulegar til að púa aftur - það getið þér reitt yður á.« »Hann liefir staðið nú í þrjá daga,« svar- aði skipstjórinn, >og það eru sumarstormar ein- mitt vanir að standa.« »Jú, ójá,« svaraði stýrimaður, «en þó því að eins, að hann snúi sér ekki; mér líst hreint ekki á hann, herra; hann kemur aftur öfug- ur, það gerir hann, það er eins víst og það eru til höggormar í Virginíu.« »Jæja, eigi svo að fara, svo verður það að vera,« svaraði skipstjóri; «þérverðið að hafa góða gát á öllu, Bareth, og fara ekki sjálfur ofan til að kalla á mig; þér getið sent annan ofan.» Skipstjóri fór svo ofan í káetu sína. Os- vald aðgætti kompásinn, talaði fáein orð við stjórnarann, sparkaði dálítið við sumum af há- setunum, sem voru oltnir út af sofandi, mældi í dælustoknum, stakk nýrri tölu upp jí sig, og fór svo að ransaka himininn hátt uppi. Kol- svart ský, lægra í lofti en hin, sem huldu him- ininn, var á hálofti, og náði alt ofan í sjón- deildarhring forviðris. Hann hafði aðeins horft á það örstutta stund, er hann sá hornóttu leiftri bregða fyrir, þar sem skýið var svartast, og öðru þegar á eftir, stærra og bjartara. Svo datt stormurinn alt í einu niður, og skipið rétti sig nokkuð við. Svo hvesti aftur, skipið flatti svo mikið sem framast var unt, ein elding enn, og dimm þruma í fjarlægð á eftir. «Það versta búið, sögðuð þér, herra skip- stjóri? eg er nú helzt á því að það versta sé nú eftir,» tautaði Osvald og horfði altaf upp í loftið.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.