Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Blaðsíða 4
76 NÝJAR KVÖLDVÖKUR feld verið; en eg býst við að við fáum að punga út í frekara lagi fyrir kefli handa okkur, þegar við komum til Liverpool — en það kem- ur nú upp á útgerðarmanninn.» Regar vindurinn sneri séralt í einu úr suðr- inu í austrið, liafði hann blásið sem fellibylur; nú lægði alt í einu, og varð að eins þéttings- kaldi, setn hásetar eru ætíð viðbúnir, og hlæja að. Loftið var bjart og himinn heiður, svo eklci var sjáanlegt að neitt væri í hættu. Þetta var ánægjuleg breyting eftir níðmyrkursnótt, fulla af hættum, skemdum og skelfingum. Skips- höfnin vann ótrauð að því að koma upp nægum seglum, til þess að styðja skipið, og gera það fært um að halda ákveðinni stefnu. «Eg held nú, ef við komum upp þessu gaffalsegli þarna fram á, að skipstjórinn ætli sér að reyna að halda henni í horfinu með það,« sagði einn hásetanna; hann'var að festa skeglu upp í reiðann. «Já, með þessari veðurstöðu á kinnunginn þurfum við ekki mörg segl held eg,» svaraði bátsmaðurinn. «Jæja, það er þá eitt gott við það að niissa af sér möstrin —það er þá ekki þetta sífelda mas við reiðann.» «Nóg mas samt, Vilii, þegar við komum í höfn,» svaraði hinn ólundarlega, «þá þarf að fara að vefja og maka nýjan reiða, binda í blakkir og sérhvað eina.» «Og svei því korni —þáfáum við að liggja lengur í höfn« eg læt bara hnappelda mig.« *) «Nei, dettur þér í hug að fara að láta hnappelda þig, Villi? Eg veit ekki betur þú eigir þér konu í hverju landi.» «Eg á enga konu í Liverpool!» «Nú ja, svo færðu þér eina þar þá, Villi, þú hefir hvortið er verið blindskotinu í þessari negrastelpu nú upp í einar þrjár vikur. «Já —það má nú bjargast við hana í stormi, en ótæk er hún þegar komið er í höfn; en þér að segja, Kobbi, veður þú nú reyk þar — það eru drengirnir, sem mér líst á —það *) Hnappelda (splissa) heitir aö festa saman kaðia með sérstökti lagi (hnappeldubragði); sjóntenn hafa þetta orð uni að giftast. er svo gaman að sjá þá báða í einu hanga á brjóstunum á negrunum. Mér sýnist það alt af eins og það væri tveir apakettir, sem væri að láta tvo kettlinga sjúga. > «Kvensurnar þekki eg, en drengina get eg aklrei þekt í sitndur; þeir eru alveg alt að einu, er ekki svo Villi?» «Jú alveg eins og tvær gljáandi kúlur, sem komnar eru úr'sama móti; heyrðu, Villi, hefir eitgin konan þín nokkurn tíma átt tvíbura?» «Nei, og það skal ekkert af því verða fyr en útgerðarmennirnir láta okkar fá tvöfalt kaup.» «F*að er satt,» sagði Osvald; hann hafði staðið við bakkann á hléborða, og haft gát á hvernig alt gengi með vinnuna; «en það er líklega réttast að gá að því, hvort hún hefir ekki dregið vatn í öllum þessum ólátum; guð hjálpi mér, mér hefir ekki dottið það í hug fyrri en nú; timburmaður, legðu frá þér öxina og mældu í dælunni.» Timburmaðurinn hafði nú reyndar nóg að gera, þar sem mest kom til hans kasta að bæta úr mastramissinum; samt hlýddi hann óðara. Hann dró upp línuna með járnkvarðanum, hleypti honum ofan í dælustrokkinn, og sá þeg- ar að vatnið lak af honum. Nú koin honum í hug að hann kynni að hafa vöknað af vatni því, er alstaðar hafði sullast inn í skipið;hann leysti því línuna frá austurkvarðanum, og tók annan spotta af kaðalgarni úr snærahrúgu, er lá þar á þilfarinu, hásetunum til afnota, og fór að inæla vandlega í dælustrokknum; hann dró línuna upp aftur, horfði á hana lítið eitt, og hrópaði svo upp óttasleginn: „Sjö feta auslur í rúminu, það veit hinn lifandi guð.» Ró að eldingu hefði slegið niður í niiðja skipshöfnina, sem öll var þarna á þilfarinu, þá hefði ekki komið meiri breyting á andlit þeirra en við þessa voðafregn. Hlaðið þið slysi ofan á slys á háseta, látið hvert mótlætið, hverja liættu, sem vindur og alda, fár eða fjandmannaher, megnar að hrúga saman, dynja á þeim — Reir umbera það alt með hugrekki og hetjuskap. Alt það, sem þeir fara fram á, er. að fjöliná milli þeirra og dauð-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.