Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Blaðsíða 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 85 <'Hann veit sannleikann,» svaraði eg stilli- lega. «Veit Iiann sannleikann,» tók hún undrandi upp eftir mér. «Já, og reynið nú að hiusta róleg á það, sem eg hefi að segja yður,» sagði eg. «F,ér hafið sjálfar orðið fyrir illmannlegum svikum, frú Tregenna. Barnið er yðar eigið barn, það dó ekki og er enginn umskiftingur. Frú Hodg- kins, segið nú húsmóður yðar í stuttu máli það sama, sem þér hafið sagt mér.» Konan gerði það, og húsfreyja hlustaði í fyrstunni á það með vantrúar svip, en svo fór vonin og trúin smátt og smátt að lýsa sér á svip hennar, og síðan brast hún í ákafan grát og móðurtilfinningarnar voru auðsjáanlega að vakna. «Ó, guð,» hrópaði hún, «eg get elskað barnið,» og hún féll á kné, tók höndunum fyr- ir andlitið og grét ofsalega. Regar hún fór að ná sér aftur eftir geðs- hræringuna kom okkur saman um, að óþarft væri að láta óðalseigandann vita um svik þau, er konan hans hefði orðið fyrir. Dayrell yfirgaf England og lét aldrei sjá sig þar framar, og fóstran var látin fara burt, án þess henni væri liegnt. [Endir.] Grísk trúmenska. Söguþáttur eftir C. Cassau. Saga þessi gerðist árið 1824. Uppreist Qrikkja gegn harðstjórnarvaldi Tyrkja hafði byrjað í smásveit einni þrem ár- um áður. Tyrkir bældu niður þessa fyrstu hreyfingar þjóðaróbeitarinnar með væg'ðarlausri og ofboðslegri grimd, og dró það þann dilk eftir sér, að alt landið stóð innan skamms í í björtu uppreistarbáli. En Mahmúd soldán egg- jaði Tyrki til enn þá ógurlegri hermdarverka; óðu þeir eins og vargar yfir alla Móreu og drápu niður menn, konur og jafnvel börn; síðan fóru þeir þeim hershöndum um Grikk- land, að aldrei höfðu þeir eins farið að áður. Ári síðar skárust stórveldin, einkum England í leikinn, og veittu Grikkjum lið. Arið 1824 voru hryðjuverk Tyrkja í verra lagi; England var búið til hjálpar, en stjórnir cru jafnan seinar í snúningum og svo var þá, að mörgum Grikkja blæddi til ólífis áður en hjálpin kom. Ró vörðust þeir af hinni mestu prýði. Allir, sem vopnum gátu valdið, ogjafn vel fleiri, börðust á móti heiftaræði Tyrkjans. Einn hinna hraustustu foringja Grikkja hét Giorgios Krapólín; röskur maður og knár, og hafði hann einmitt orðiðTyrkjum skeinuhættur. En hann hafði ekki borið svo mjög af öðrum foringjum, og svo hafði hann flúið suður í land árið 1823, eigi samt fyrir bleyði sakir heldur vegna fjölskyldu sinnar; fyrir það höfðu hermenn Tyrkja vægt húsi hans í Vasilikó. Ró kom það ekki af mannúð, heldur af værugirni, því að hús Krapólíns stóð uppi á fjalli, sem alt var þakið víngörðum í hring, og það svo, að veguriim, sem hlykkjaðist upp fjallið, var þakinn vínviði, alt þangað til komið var að þessu hvíta. blikanda húsi uppi á háfleti þess. Tyrkneski foringinn, sem réði fyrir setuliði því, er var í kastaianum í Vasilikó, hét Dig Ómar, og hafði hann áður verið kristinn, en gerzt Múhamedstrúarmaðui. Hann var þvf ekk- ert fíkinn í að pína gömlu trúarbræður sína, enda hafði hann ágætan njósnarmann frá Al- baníu, er Rhókas hét, næsta nágranna Krapól- líns; vissi liann því vel að Krapólín var farinn fyrir meira en ári. Svo Iét hann bæði víngarð- ana og hyski Krapólíns í friði, að svo miklu leyti honum var hægt án þess að brjóta her- boð sitt. í húsinu á Vínfelli — svo var húsið jafn- an kallað — átti kona hans, Testissa, heima

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.