Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Blaðsíða 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
89
Vonbrigði.
Eftir H. Tambs Lyche.
Viljirðu komast hjá vonbrigðum, verður þú að
búast við þeim. Pú mátt nl. reiða þið á, að
þau koma. Og hafir þú ekki átt von á þeim,
sértu alls ekki við þeim búinn, þegar þau ganga
í garð þinn, er mjög hætt við, að þau komi
þér á kaldan klaka. Hugur þess manns, sem
elur margar voldugar vonir, en á sér enga von
vonbrigðanna og veit ekki, að þau fylgja von-
uuuin eins og skugginn líkamanum, hann stend-
ur gagnvart þeim eins og gler undir hamars-
höggum — — hann brestur, þegar höggin
dynja á. En sá, sem veit og skilur, að von-
brigðin hljóta að komaogervið þeimbúinn —
hugur hans er magnaður móti þeim. Höggið
hittir. Rað fær á hann. Hmn bognar að vísu
en brestur alls ekki. Hann nær sér fljótlega
aftur.
Vonbrigðin eru óaðskiljanleg eðli lífsins.
Þar hefir svartsýnin öruggastan bakhjall. En
svartsýnir menn gleyma því meðal annars, að
vonbrigðin eru vanalega ekkert annað en eins-
konar afborgun, sem veruieikinn tekur af vænd-
um okkar og vonum. Imyndun vor og óskir
gefa ávísanir á veruleikann. Hann borgar þær
ætíð út en aldrei nema að nokkru leyti. Hann
tekur hundraðsgjöld af öllum þessum ávísun-
um. Rað eru vonbrigðin.
Rað getur líka vel komið fyrir stundum,
að við biðjum banka Iífsins um meira en borg-
að hefir verið inn fyrir okkur — — meira en
nemur lánstrausti okkar eða innieign — meira
en gáfur vorar geta og megin vort má. Reg-
ar svo stendur á, eru vonbrigðin að eins rétt-
mæt neitun lífsbankans á því að borga út ó-
sanngjarnar ávfsanir, sem við höfum gefið í
hann. Ef við gætum aðeins lækkað kröfurnar
lítið eitt og varnað eigingirninni að skrifa alt-
of háar ávísanir, þá myndi veruleikinn einnig
komast hjá því að valda okkur vonbrigðum.
En hér er ekki hægt um vik. Við verðum
að vænta mikils til að fá litið. Við verðum
að miða yfir markið til að hitta það. Rað
liggur einnig í eðli lífsins og hlutanna.
En hversvegna þurfum við að miða yfir
markið til að hitta það? Ef um vanalegskot-
vopn er að ræða, eru orsakirnar mótstaða lofts-
ins og aðdráttarafl jarðarinnar. Hvarvetna þar
sem hreyfing fer fram í efni, þarer núningsmót-
staða fyrir, af því að efnið veitir hreyfingunni
mótstöðu. Nokkur hluti hreyfiaflsins hlýtur því
að eyðast til þess að yfirvinna þessa mótstöðu,
svo skeytið kemst skemra en ella mundi.
Og eins og stefnubreyting og ferð pílunn-
ar eða örfarinnar — efnislega skeytisins —
er afleiðing af fyrirstöðu efnisins, sem skeytið
hreyfist í, þannig eru vonbrigðin eðlileg afleið-
ing af núningsfyrirstöðu lífsins — veruleikans.
Pað verður ekki hjá þeim komist, af því lífið
er efninu háð.
»Vonin lífs er verndarengill«. Húneraðal-
hreyfiafl vort. Standi hún ekki bak við viljann,
þá er hann aðgerðalaus. Eða hver vill starfa
að því, sem hann hefir alls enga von um að
láuist?
En sé nú vonin aðal-hreyfiafl vort þá mundi
það vera hún, sem flytur oss mest og bezt á-
leiðis að marki voru. En af því Iífið er efn-
inu háð, þá hlýtur fyrirstaða þess móti
hreyfingu vorri að markinu að eyða nokkru af
hreyfiaflinu, sem ber oss þangað. Með öðrum
orðum: eitthvað af vonum okkar og vændum
hlýtur að bregðast — samkvænit órjúfandi
náttúrulögmáli. Rað er óviðráðanleg afleiðing
þess, að lífið er efni háð en ekki andlegt ein-
göngu.
Meðan við lifum í löndum drauma vorra
og vona, þá erum við eingöngu í andans heimi
Rar er engin núningsfyrirstaða, af því að efn-
ið vantar. Ressvegna getur hugsana-, óska- og
ímyndana-afl vort notið sín með öllu. En óð-
9