Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Blaðsíða 12
84
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
varpað í fangelsi, en eg get varla búist við því,
að þér haldið þessu leyndu, og eg óska varla
heidur eftir því.»
Frúnni verður auðvitáð að segja sannleik-
ann. En það er efa mál, að nokkra nauðsyn
beri til að segja óðalseigandanum frá þessu.
Hann hefir aldrei efast um að drengurinu væri
þeirra barn, og hann rnyndi verða ákaflega
gramur yfir að heyra um þetta samvizkulausa
fjárdráttarbragð frænda síns. Aftur mun játning
yðar gera frúna ákaflega hamingjusama.
Og eg ímynda mér að Dayrell muni sjálfum
þykja ráðlegast, að hafa sig á brott úr land-
inu. Ef hann fer ekki, verð eg líklega neydd-
ur til að segja óðalseigandanum frá öllu saman.
En nú skulum við fara og finna húsfreyju.»
Petta var svo snemma, að hún var enn í
herbergi sínu. Eg klappaði á dyrnar, og hún
bað okkur að koma inn, og horfði undrandi
á okkur.
«Frú Hodgkins,» sagði hún, ><eg heyri að
maðurinn minn sé kominn heim, en eg hefi
enn þá ekki séð hann, gengur nokkuð að
barninu ?»
Nei, húsmóðir, það er heilbrigt og er hjá
toður sínum.»
Unt leið og hún sagði þetta heyrðist hratt
fótatak fram á ganginum, og óðalseigandinn
kont á fleygiferð inn í herbergið með barnið
í fanginu.
«Guð minn góður,» hrópaði hann.« Rað
hefir komið fyrir mig óttalegur atburður, Kata.
Eg kom snemma heini í morgun og var að
bíða eftir að þú kæmir á fætur, til þess að
heilsa þér. Drengurinn hafði komið til mín,
en alt í einu hvarf hann frá mér úti á riðinu.
Eg fór þegar að leita hans, og handleiðsla
hamingjunnar réði því, að eg reikaði inn í
vélahúsið; og þar sá eg þá voða sjón, sem eg
gleymi aldrei. Níðingurinu hann Dayrell stóð
þar með drenginn og hafði tekið kápuna af
rafurmagnsvélinni, og barnið rétti út hendurnar
eftir flughjólunum, hefði hann náð í þau, mundi
vélin hafa kipt ’nonum að sér og gert út af
við hann á svipstundu. Eg æpti upp, stökk
á þrælinn, kipti honum aftur á bak og náði
drengnum.»
Pessi sterki maður hné nú örntagna af
skelfingu niður á stól, og drengurinn horfði á
hann undrandi, kliftaði svo upp á kné hans,
tók utan urn hálsinn á honum og sagði: pabbi.
Húsfreyjan liafði setið í legubekk, hún .stóð
seint á fætur og gekk með erfiðleikum yfir
gólfið til bónda síns og segir:
«Jón, hvað hefirðu gert við — gert við
Dayrell?»
«Fyrirboðið honum að konta framar í þetta
hús, því ella yrði hann kærður fyrir morðtil-
raun við drenginn, annað orð er eigi til yfir
það.»
Húsfreyjan hallaði sér upp að veggnuni,
henni varþungt um andardráttinn, ógnarhræðsla
skein úr auguni hennar, og eg þóttist sjá, að
það var komið að því að hún liði í öngvit.
«Heyrið þér vinur minn,» sagði eg. i'Þér
megið sannarlega þakka guði að yður heppn-
aðist að bjarga barninu. En nú verð eg sem
læknir að biðja yður að fara með drenginn.
Frúin þolir þetta ekki, henni líður ákaflega illa.»
< Kæra Kata,» sagði hann, < er þetta of
þungbært fyrir þig,» hann tók utan urn hana
og kysti hana. «Eg hélt ekki þig tæki svona
sárt til hans,» bætti hann við, «já, mig hefir
stundum furðað á framkomu þinni, en nú sé
eg, að mér hefir missýnst.»
Húsfreyjan stóð eins og marmarastytta, og
endurgalt eigi ástaratlot bóndans.
Yfirgeíið hana litla stund, meðan hún er
að ná sér, eg ætla að gefa henni styrkjandi
meðal,» sagði eg.
«ViItu hafa drenginn hjá þér, Kata?»
«Nei, hafðu hann hjá þér,» sagði hún með
veikum róm.
Hann yfirgaf okkur nú með drenginn á
öxlinni. Barnið hló hjartanlega þegar faðir þess
bar það ofan stigann.
«Hvernig á eg að geta sagt honum sann-
leikann,» sagði húsfreyja, þegar rnaður hennar
var kontinn út, það mundi gera út af við hann
eða svifta liann vitinu,*