Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Blaðsíða 22
94 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. er miklu miður eu ætti að vera, og er alls ekki samboðinn jafn góðu verki. Pó að eigi verði «Andersens ævintýri* tal- in til skáldsagna, tel eg þau hér með. Betri bók er ekki hægt að fá unglingum í hendur til að lesa — þessi yndislegu ævintýri eru svo vel löguð til að auðga ímyndunaraflið, vekja lotningu fyrir öllu góðu og fögru, og skemta þó eins og beztu þjóðsögur. Þýðingin er meistaraleg, og frágangur allur vandaður og margar fallegar myndir í bókinni. Hvar sem börn eru, ætti hún að vera lestrarbókin þeirra samhliða nýja testainentinu og kverinu. J-J- - - Óðalshöfðinginn. Enn munu áshelgar ok œtthelgar sœtissúlur sifja ok áa riki ráða ok rétt helga, œttum órum óðal festa. Qekk ek götu, gat at líta höllu háva; hurð var á gætti. Sá ek í sal sátu rekkar; innst í öndugi ættar jöfurr. Atalt var auga, ennisskarir breiðar, bogdregnar, en bjartr svipr. Vit skein á vanga, en á vörum festa, afl í augum, ok á enni göfgi. Upp stóð enn aldni ok ítrvaxni; beinn var bolr, breiðar voru herðar, upplit ú-trauðligt ok allr svipr. Svá hann mælti mál á máttka tungu: «Heyri ér hollvinir «ok horskir frændr, «megir mætastir «ok man et sama: «Órum ættum «munu örlög sköpuð. «Hafa heilög goð «heipt at rækja. «Hefir sverðum sótt, «ok sigr fengit, «Haraldr enn hárfagri «í Hafrsfirði, «frægsta, framasta, «fylkis-jöfra. «Munu óðul öll «ok ættir rændar. «Lymska býr í landi «ok Iævísi, «krjúpa konungar «at knjóm böðuls. «Ógnar einvaldi «ofr-ríki. «Munu afdrif ein «öllum búin. «Erumk ótamr «ok at bera, «háls at hringa «eðr hug at bægja. «Frjálsa föðrleifð «fagrar bygðir «kannk-a kúgaðr »kóngi selja. «Betra er bjarglausum «á berum sandi, «véltuin, vopnlausum «at vígi stöddum, «en sé ófrjálsum «ok óðalrændum, «æva einráðum «ok óttalausum. «Eina veit ek ey «í úthafi, «frjálsa, frumbygða «ok fagrgróna. «A þar Ingólfr «Arnar sonr «ættar — áshelgað — «óðal fyrsta. «Hverfur hugi minn, «ef héðan ráðumk, «út at íslandi «óðal at nema. «Betra er brott flúnum «ok bygðarlausum, «en sé ey beittum «ofrvaldi.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.