Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Blaðsíða 16
88 NÝJAR KVÓLDVÖKUR. þokka til drengsins fyrir hugrekki hans og hreinskilni, þó að hann væri harður í tali við hann. Rað urðu langar umræður meðal for- ingjanna um það, hvort Lýsimakkos skyldi bíða bana í stað föður hans. Seinast Iagði Dig Ómar úrskurðinn á og sagði: «Mahmúd soldán á ekki ófrið við börn; Iátið Lýsimakkos hafa iljastroku og látið hann svo fara.« Rað var samþykt. Svo kallaði Dig Ómar Ahmed Bey varð- foringja sinn afsíðis og sagði: «Er hægt að trúa þér, Ahmed?» Hann glápti á foringjann og sagði: «Eg veð eld fyrir þig ef á þarf að halda.» «Og eg gef þér hundrað pjastra.» Ahmed Bey hneigði sig djúpt. Lýsimakkos Krapólín á að fá 15 stafshögg á iljarnar — hefirðu liða þína við hendina?» «Já.» «Og þeir gera alt eftir boði þínu?» «Já.» «Gotter það; láttu þá hamast sem mest og hafa sem hæst á meðan þeir eru að berja hann, en skjóttu því að þeim, að ef þeir meiði hann nokkuð, skuli þeir eiga mig á fæti. Dómsfull- nægjan er að eins yfirvarp. Hann má ekkert finna til.» Ahmed hneigði sig. «Boði þínu skal hlýtt, herra.» «En þú mátt ekki segja, að eg sé við það riðinn.» «Nei herra, langt frá.» En livað dómþjónarnir hömuðust og görg- uðu, það var ekki að sjá dregið af hegningu Lýsimakkosar; svo þegar búið var, Iét Ahmed bera hann heim að húsinu á Vínfellinu. Testissa fleygði sér grátandi yfir son sinn, en þegar dómþjónarnir voru farnir, spratt Lýsimakkos upp hlæjandi og sagði: «Diga Ómar hefir verndað mig. Rað var bara leikur og annað ekki.» Pá spenti Testissa greipar og sagði: «Guð blessi hann, göfugmennið.» En drengurinn sagði alvarlega: «En nú hefi eg alvarlega skyldu á hendi.» «Hvað er það, barn? «Eg um það. Eg þarf enga í ráðum með mér. Fjandi vor og skaðræðismaður er Dim- etri Rhókas, svikarinn.» «Hann þreif Ianga byssu, sem hann var þaulæfður að fara með, og læddist eftir snið- vegum að húsi Albanans. Næsta kvöld fanst Dimetri dauður, með skot í gegnum hjartað, í sítrónuskógi einum í grend við Vasilíkó. Enginn vissi hver var banamaður hins. Eftir það var Lýsimakkos alvarlegur eins og aðrir fullorðnir. En út úr öllu þessu spunnust sögur, sem urðu til þess, að Dig Ómar var tekinn þaðan og gerður yfirforingi í Eretriu. Krapólínsfólkið hvarf um sama Ieyti úr hvíta húsinu á Vínfellinu. Einn dag reið Dig Ómar sér til skemturi- ar skanrt út fyrir Eretríu. Rá stóð alt í einu frammi fyrir honum grískur unglingur alvopnað- ur og sagði víð hann: «F*ekkir þú mig herra?» Foringinn hugsaði sig um. «Jú þú ert Lýsi- makkos Krapólín.» «Já, herra; líf fyrirlíf; ríddu aðraleiðheinr en þú komst. Ofstækismenn sitja fyrir þér á leið þinni.» Svo hélt hann Iífi fyrir þetta; Skömmu síðar fluttist hann til Sýrlands og gcrðist þar jarl soldáns. Sigurður á Gili helti blásleinsvatni yfir bakið á hestunum sínum til þessað lækna væntanleg meiðsli og Jón nábúi hans latndi krakkana sína áður en hann fór í kaupstaðinn fyrir óknitti þá, seni hann átti von á að þau niundu fremja nteðan hann væri að heiman. Marz heftinu af NÝJUM KVÖLDVÖKUM er skift í tvent, síðari parturinn verður sendur út uni páskana. Auglýsingar verða þá teknar á kápuna. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.