Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Blaðsíða 3
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
75
vilji — e/z leyf oss aðeins að deyja i dagsbirt-
unni.
Osvald afhenti stýrið tveim hásetum, og
tók svo upp hníf sinn og risti böndin af öx-
unum, sem voru bundnar í máluðum seglpok-
um við afturmastrið. Eina tók hann sjálfur, en
fékk bátsmanninum og öðrum stýrimanni hin-
ar. Það var nærfelt óhugsandi að tala svo hátt
að heyrðist fyrir öskrinu í ofvið'rinu, en það
logaði enn á lampanum í kompásklefanum, og
við þá glætu gat skipstjóri séð greinilega
bendingar stýrimanns og sýnt samþykki sitt.
f*að var bráðnauðsynlegt að beita skipinu upp
' vindinn, en stýrið hafði ekkert vald yfir því.
bman skamms var búið að kubba dragreipin, er
héldu uppi rejga afturmastursins; rauk þá aft-
llrmastrið fyrir borð, án þess nokkur verulega
tæki eftir því annarsstaðar á þilfarinu: jafnvel
þeir sem næstir því stóðu hefðu líidega lítið
orðið þess varir, ef þeir hefðu ekki fengið ó-
þægilegt högg af því, sem gættu sín ekki, en
stóðu of nærri, þegar segltaugarnar og reiðinn
í kringum mastrið féll niður.
Osvald komst svo með félaga sína að komp-
ásklefanum, og athugaði kompásinn unt stund.
Skipið breytti ekki legu sinni, en virtist sökkva
enn dýpra ofan í vatnið. Osvald gerði aftur
merki; skipstjórinn gaf aftur samþykki sitt. Og
svo stökk þessi hugrakki sjómaður fram, og
hélt sér í borðstokkinn og staghælana, og íé-
lagar hans á eftir, þangað til þeir voru komn-
ir allir að reiðastéttinni; þar dundu á þeim
brotsjóarnir fullu afli; hinir digru, hörðu kaðl-
ar Iétu lítt undan öxunum, því það varð að
höggva mest í kafi í vatni, og má geta nærri
að það var bæði erfitt verk og hættulegt. Báts-
manninum fleygði út yfir borðstokkinn á hlé-
borða, en þar flæktist hann í reiðanum og varð
það honum til bjargar frá dauða. Hann klifraðist
aftur upp til félaga sinna, sem ekkert hefði í
skorist, og fór að hjálpa þeim til. Osvald hjó
síðasta höggið; dragreipin. flugu hvínandi í
gegnum skeglurnar.; og hámastrið hvarf í haf-
löðrið. Osvald og félagar hans hörfuðu aft-
11 r frá þessum hættustað, og til skipstjóra, sem
hélt 'til við ’stýrishjólið með sumt af áhöfninni.
Skipið snerist nú hægt við, og réttist á
kjöl. Nokkrum mínútum síðar var það komið
á fleygiferð fyrir storminum, en ruggaði óg-
urlega, og rakst við og við ámastrabrotin, sem
hengu föst í hléborðareiðanum og drögnuðu á
eftir því.
Pótt ofviðrið héldist við sama, var þóógang-
urinn og lætin minni, af því að skipið rak
fyrir vindi og hafði mist eftri möstrin, Næst
var nú fyrir hendi að losa skipið við mastra-
dræsuna, en þó allir hjálpuðust að, var lítið
að því gert fyrri en birti af degi, enda var
það fullhættulegt verk í björtu, því skipið vah
svo að borðstokkarnir voru neðansjávar á víxl.
Reir sem til þess voru settir, höfðu bönd á sér
til þess að skolast ekki fyrir borð ; en rétt um
leið og þeir höfðu lokið því, fengu þeir stór-
sjó yfir sig, skipið bylti sér, og í þeim
svifum snaraðist fokkumastrið út yfir akkeris-
bitann á stjórborða, Rannig misti «Sérkessa-
mærin« möstur sín í ofviðrinu.
IV. KAPITUL.
Lekinn.
Brotin af fokkumastrinu voru höggvin laus
frá skipinu; stormurinn var við sama, en sól
skein heitt ogveður var bjart. «Sérskessameynni»
var aftur beitt upp í vindinn. Nú héldu menn
að öll hætta væri um garð gengin, hásetarnir
hlógu ogglettust hver við annan á meðan þeir
voru í óða önn að búa til bjargmastur og setja
það upp, til þess að þeir kænnist þangað, er
ferðinni var heitið.
«Eg hefði nú ekki látið þessi ólæti svo mik-
ið á mig fá,« sagði bátsmaðurinn, «ef það væri
ekki þetta með stórmastrið —það var svo ein-
stakur afbragðs viður í því; önnur eins spýta
er ekki fáanleg með endilangri Mississippi.®
«Og hvaða bull maður,» svaraði Osvald,
«það hefir aldrei verið dreginn svo góðnr tiskur
úr sjó, að annar eins sé ekki til eftir, og það
eru til eins góð tré eins og þau, er bezt hafa
10’