Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Blaðsíða 20
92 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Bókmentir. Nú á tveiin síðustu árunum hefir allmikið verið gefið út á íslenzku af útlendum skáld- sögum í íslenzkum þýðingum. Skáldsögur þess- ar munu að mestu vera gefnar út sem gróða- fyrirtæki, og va?ri því eigi lítils um vert að hafá gát á því, hvað það er, sem þjóðinni er boðið af þess konar varningi. Meðal annara þjóða kemur á ári hverju heilt syndaflóð af skáldsögum eða rómönum á bókamarkaðinn. Megin þorrinn af því öllu saman eru gróðafyrirtæki, og fjöldi af þeim sögum eru að eins ritaðar til þess að hafa eitthvað að gera, hafa atvinnu; margir í hin- um stóru menningarlöndum rita af sulti — til þess að fá fyrir það eitthvað fyrir munn og maga — til þess að vinna fyrir mat sínum. Meg- in þorrinn af öllu því dóti er lesinn einu sinni, og gleymist síðan og fúnar niður í bóka- hlöðuin skræðaranna. Blöðin geta þeirra einu sinni; einhver ritar um þá lofgrein, til þess að þóknast höfundi eða útgefanda, en þeir, sem að jafnaði dæma um bækur af viti eða þekkingu, minnast þeirra aldrei einu orði, vita ekki einu sinni af þeim. Annar flokkur sagna þessara er sá, er höfundar rita af því að þeim finst þeir hafa eitthvað að segja um mannlífið eða annað, eitthvað að berjast við eða berjast fyrir, og klæða þá skoðanir sínar eða stefnu í skáldsögubúning; það tekst oft misjafnlega, en margir þeir rómanar eru all- merkir, og vekja oft allmikla eftirtekt um stund- arsakir, en þegar frá líður gleymast þeir, og aðrir koma í hinna eldri stað, og svo gengur koll af kolli. Pessum sögum hefir fjölgað mjög á hinum síðustu tímum. Til þriðja flokksins teljast þær sögur, er höfundarnir hafa ritað af því að þeir fundu að þeir gátu ekki annað en ritað, og rituðu þær svo til þess að létta af lmg sínum og lijarta þeirri byrði, sem á þeim hvíldi; efnið bjó innra með þeim sjálfum, og varð að koma fram, listfengi og skáldleg hugs- anaauðlegð klæddi þær í hjúp fegurðar og sannleika —þær hafa orðið sönn skáldrit —sönn listaverk; þeirra er jafnan beðið ineð óþreyju, þegar fréttist að þær sé á leiðinni; þær eru rifnar út undir eins; þær eru lesnar með á- fergju, hver útgáfan rekur aðra og þær gleym- ast ekki; þær sitja báða hina flokkana afstokki og verða eilíf eign. Ressi flokkurinn er fá- skrúðugur að jafnaði, en gildi hans er marg- falt við gildi beggja hinna. Fyrsti flokkurinn er að jafnaði eingöngu skemtisögur; þær eru ritaðar flestar handa meira eða minna ómentuðum lýð, sem annaðhvort vill hafa eitthvað að skemta sér við eftir dags- erfiðið, eða finst hann ekki hafa annað þarfara að gera. Og blekbullarar þeir, sem setja sög- ur þessar saman, þekkja vel lesendurna; þeir vita að þeim kennir vel að fá feita bita innan- um, og það er heldur ekki sparað, að rita sögur þessar með öfgum og ósköpum, hrúga saman morðum og ólifnaði, sökum og sakamálum, og stundum er svo dreift innan um skoðunum og lífsstefnum, sem geta orðið grunnfærum og fáfróðum að hneykslunarhellu. Slíkar sögur eru einskonarandleg brennivínsknæpafyrir fólkið, og væri full þörf á heilu templarafélagi gegn þeim—félagi, sem blótaði ekki á laun. Aftur er margt af sögum þessuni meinlaust dót; skemtilegar aflestrar, og sumar af þeim eru enda ritaðar af töluverðri snild, og mikill skáldskap- ur í þeim. En því miður er það oftast ruslið sem ber það ofurliði. — Annar flokkurinn er jafnan daufri aflestrar, og hefir því að jafnaði stóruin minni útbreiðslu, nema því að eins að sögur þessar taki kappsmál tíinans til meðferð- ar, og það á þann hátt, sem bezt á við tím- ann, eða komi þá alveg í opna skjöldu við það, er flestir halda fram; þá vekja þær eftir- tekt, að minsta kosti um tíma, og enda leng- ur, ef þær eru ritaðar af list. — Rriðju flokk- urinn á reyndar fæsta lesendur að tiltölu, en þar eru lesendurnir úrval manna; og þeir láta sér ekki nægja að lesa bókina; þeir vilja eiga hana. Og hún er alt af ný, þegar alt hitt er gleymt; á því má þekkja listaverkið bæði að efni og formi.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.