Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 2
26
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
veg fyrir allar uppreistartilraunir. En þegar hon-
um var steypt 'af stóli, og Ismael tekinn við em-
bættinu eftir veitingu skattlandsstjórans, snerist
hann í lið með alþýðunni, því að bæði var
hann ráðvís maður og slægur. Neyddist þá
Gratus til að auka setuliðið í Antoniu um heila
skor rómverskra hermanna, til þess að geta
verið við öllu búinn; eimyrjan, sem glóði niðri
í öskunni, gat orðið að björtu báli þegar minst
varði.
Pessar horfur í Jerúsalem verður lesandinn
að hafa í huga, til þess að geta áttað sig á því
er eftir kemur.
Rað var síðari hluta dags í júh'mánuði í
hallargarðinum á Síonsfjalli. Garðurinn var um-
girtur húsum með svölum og súlnagöngum í
kring, og veggsvölum uppi; þai- var aragrúi í
garðinum af grasblettum, runnum og trjám, og
í miðjum garðinum var gosbrunnur, og féll
bunan niður í marmaraþró. Skamt frá gosbrunn-
inum sátu unglingar tveir í laufskála úr óleand-
ertrjám og pálmaviðum; var annar þeirra hér
um bil 17 ára, en hinn um 19 ára að aldri.
Báðir voru þeir vel limaðir', svarthærðir, dökk-
eygir og skolbrúnir á hörund; vel hefði mátt
ætla að þeir væru bræður. Hinn eldri hafði
tekið ofan höfuðbúnað sinn, og breitt undir
sig skikkju sína; rauðjaðraður kyrtill úr mjúk-
um ullardúk hékk Iauslega um hann. Hann var
af ríkri og göfugri rómverskri ætt. í styrjöld-
unum á fyrstu árum keisaradæmisins hafði Mess-
ala^ættin uunið sér til ágætis hváð eftir annað,
enda hafði Agúst keisari veitt henni sæmdir á
sæmdir ofan þegar frá leið. Pegar Júdea var
orðin rómverskt skattland, veitti keisarinn ein-
um af Messala-ættinni skattheimtumannsembætti
í Jerúsalem, og mátti hann halda til í konungs-
höllinni. Ungi maðurinn, sem vér gátum um,
var sonur þessa Messala.
Félagi hans var grannvaxnari, og klæddur
alhvítum fötum. Auðséð var að hann var Gyð-
ingur, .Enni Rómverjans var hátt og mjótt, nef-
ið mikið bogið, varirnar þunnar, augnaráðið
kuldalegt, og brýrnar síðar ofan á augun; hinn
hafði aftur á móti lágt og breitt enni, Iangt
eg fallegt nef, þriflegar varir, ávala höku og
var fullur að vöngum. Það stóð einhver for-
mannlegur kuldi af Rómverjanum, en mjúklát-
legur þíðleiki af Gyðingnum.
«Mig minnir þú segðir mér að nýji skatt-
landsstjórinn kæmi dag?» sagði hinn yngri;
hann mælti á gríska tungu, enda var hún tíð-
ast töluð þá meðal göfgari manna þar, þótt
undarlegt væri.
«Nei, á morgun« svaraði Messala; »eg heyrði
í gærkveldi, að Ismael, þessi nýi sveitarfógeti
— eða æðsti prestur, hvað þið kallið hann —
sagði honum föður mínum það. Og einn af
höfuðsmönnunum sagði í morgun, að hermenn-
irnir ættu annríkt við að fága vopn sín og
gylla upp ernina, og það væri verið að koma
herbergjum í !ag«. Hann þagði ögn við og bætti
svo við: «Manstu eftir því, að við kvöddumst
í þessurn garði? Rú sagðir seinast: «Friður sé
með þér», ogegsvaraði: «Guðimir haldi hendi
sinni yfir þér«. Hvað skyldi nú vera orðið
langt síðan?«
«Fimm ár» svaraði félagi hans, og horfði
hugsandi á gosbrunninn, sent gaus upp og féll
niður aftur.
»Nú, — guðirnir hafa haldið hendi sinni
yfir þér; þú hefir vaxið og orðið fallegur mað-
ur, mundu Grikkir segja, — en segðu mér
nokkuð, Júda, fyrir hvað viltu vita, hvenær
skattlandsstjórinn kemur?«
Júda heyrði ekki spurninguna, og sagði
eíns og við sjálfan sig: «Já, fimm ár — en hvað
eg grét þegar þú fórst til Róms; og tíminn er
Iiðinn, og þú ert kominn aftur, hámentaður og
þóttafullur — — nei, mér er full alvara; eg
óska að þú hefðir kotnið til ntín aftur sami
maður og þú varst, þegar þú fórst.»
Messala glotti háðslega. »F.n því ertu
svona alvörugefinn, vinur góður? Hefi eg þá
breyzt svo mikið; nafnkunnur heimspekingur
gaf okkur petta ráð: »Lærðu að þekkja mót-
stöðumann þinn áður en þú svarar honum.»
Lof mér nú að heyra hvað í þér býr, Júda.»
Blóðið stökk fram í kinnar Júda við hæðn-
isglottið og hæðnistóninn í Rómverjanum.