Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 3
BEN HÚR.
27
Hann svaraði: «Eg heyri að kennarar þínir í
Rómaborg hafa kent þér að leyna broddi í orð-
um þínum. Peir eru nafnkunnir menn, og þeir,
sem eg hefi haft fræðsiu hjá — þeir Hillel,
Simeon og Sjammai — hafa ekki annari eins
frægð að hrósa; en sá, sem hefir setið að þeirra
fótum, fær nppfræðingu ur.a guð, um lögmálið
og Israel, elsku til þeirra og lotningu fyrir þeim.
Eg veit hvað Júdea er fallin lágt, og eg veit
að Ismael er orðinn æðsti prestur með röngu.«
Messala tók framí: «Já, nú skil eg; Ismael
er æðsti prestur með röngu ; en hvað þið eruð
altaf líkir sjálfum ykkur, Gyðingarnir. Menn
°g hlutir — himinn og jörð taka breytingum,
en það er öðru máli að gegna um Gyðinginn.
Líttu nú á, hérna marka eg hring á jörðina
~~ svona; þetta er líf Gyðingsins;—nei, hann
varð svei mér of stór — eg verð að gera hann
minni.« Hann Iaut niður, stakk þumalfingrin-
Um í jörðina, og markaði hring með vísifingr-
■num. «Líttu nú á; hérna, þar sem eg hefi
burnalfingurinn, þar er musterið; og hringur-
mn — þag er júdea. Er nú nokkur sá hlutur
L' utan við þenna hring, sem þið skeytið nokk-
uð um? Eru það listirnar? Heródes var húsa-
meistari mikill, og hann er bölvaður í ykkar
augum. Málverk og myndasmíði? Pað álítið þér
synd; skáldskaparlistina hafið þið fjötrað fasta
v'ð altarið. Mælskulist? Hver þorir að stunda
Lana utan samkunduhúsanna? í stríðum missið
Þ'ð það sjöunda daginn, sem þið hafið unnið
Lina dagana. Svona lifið þið — og svo verð-
Ur bú reiður, ef eg glotti að þessuogað þér!
®g svo þessi guð ykkar! — sem er svo lítil-
^®gur að láta annað eins fólk tilbiðja sig, og
'$fur sér það nægja! — Hvað er hann á móts
^'ð Júpíter hinn rómverska, þar sem örn hans
'r nú lagt undir sig meira en hálfa ver-
°'dina.»
Júda stóð upp; hann var rauður í and-
1 1 °g þrútinn af reiði. Ættlandsþótti Gyðinga
natengdur átrúnaði þeirra og sögu, ogvar
Lvæniur og ofstopafullur á þeim tímum. Og
, Var a*t það, sem blandað var fyndni og
°pi, Gyðingum alls óskiljanlegt, og þeir höfðu
' andstygð á því. Lög þeirra og venjur og öll
hugsunarstefna þeirra bægði þeim frá því, —
en kennendur ungra Rómverja, bæði Sófistarnir
og mælskukennararnir lögðu aftur á móti stund
á að venja lærisveina sína á að tala í skopi.
«Rú ert að skopast að mér, held eg» sagði
Júda og ætlaði að hafa sig á burt.
»Messala stóð líka upp, lagði góðlátlega
höndina á öxl vinar síns og mælti: «Bíddu nú
ögn við. Eg er þér hjartans þakklátur fyrir
það, af því að þú komst hingað til að segja
mig velkominn heim, og eg vil feginn, ef auð-
ið er, binda að nýju hin fornu vináttubönd
okkar. Eg segi: Ef auðið er, því að eg skal
segja þér nokkuð: í seinustu tölu sinni sagði
kennari minnviðmig: «Far þú burt, og aflaðu
þér frægðar og frama. Mars hefir völdin og
Eros, er ekki blindur lengur.» Hann átti við
það, maðurinn, að ástirnar eru einskis virði, en
hernaðurinn hefir alt. Pað er líka auðséð í
Róm nú á dögum. Eg ætla að verða hermað-
ur. Til eru enn ókunnar eyjar og ósigraðar
þjóðir; það er ekki búið að undiroka allan
heiminn enn; það er mikið enn til að gera
handa rómverskum manni. Fyrst er að fara her-
ferð til Afríku, og aðra til Skýþíu, — svo skal
fá sér eina herdeild til forráða — þannig enda
flestir ævibraut sína. En eg vil komast hærra —
eg vil fá skattland til forráða, og lifa svo í Róm,
og hafa nóg gull, vín, konur, leiki, skáld í
veizlunum, vélabrögð við hirðina, og herleiki
árið um kring. Taktu Sýrland— og Júdeu hina
auðugu; Iáttu mig fyrst ná . völdunum á eftir
Kýreniusi----og svo get eg gefið þér hlut í
gæfu minni með mér.«
Gyðingurinn kvaldi sig til að brosa við.
< Já, eg hefi heyrt, að það sétil menn, sem geta
haft framtíð sína í flimtingum,» sagði hann; en
eg er ekki svo gerður, Messala.»
Rómverjinn horfði á hann út undan sér;
«Rví skyldi maður ekki geta sagt sannleikann
eins vel í gamni, eins og í dæmissögu?» sagði
hann; «Fúlvía hin mikla var einn dag að fiski
og veiddi fleiri frska en allir aðrir. Pað var
4*