Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 6
30 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Regar hún heyrði fótatak hans, lét hún blæ- vænginn falla ofan í kjöltu sér og sagði: >Er það þú, Júda?« «Já, móðir mín,» svaraði hann og gekk hratt til hennar, og knéféll fyrir henni, en hún lagði hendur um háls honum og kysti hann ást- úðlega. Svo hallaði hún sér aftur værðarlega upp að hægindinu, en hann settist við fætur henni og lagði höfuð sitt íkjöltu hennar, Þarna, sem þau sátu uppi, gátu þau séð út yfir húsaþök- in lágu, og himininn alstirndan yfir höfðum sér. Niðri var grafkyr borgin . . . Kvöldgolan þaut ein í'trjátoppunum. «Amra sagði, að þér hefði víst viljað eitthvað til«sagði móðir hans ogstraukhægt meðhendinni um hár hans. »Meðan þú varst barn, varekkitil- tökumál, þó að smámunir fengi á þig. En síð- an þú varzt fullvaxta, Júda, máttu ekki gleyma því« — og rödd hennar varð undurþíð — «að sonur minn á seinna meir að verða hetjan mín«. Hún mælti á þá tungu, sem aðeins fáar einar eldgamlar og aúðugar ættir þar í landi töluðu þá—sömu tunguna, sem Rebekka og Rakel höfðu mælt á við Benjamín. Júda hugsaði sig um alllengi áður en hann svaraði. Svo tók hann í hönd móður sinnar, og mælti: Mér hefir flogið svo margt í hug í dag, móðir mín, sem eigi hefir komið mér fyr í hug. . . . Seg mér, hvað ætlar þú, að eg muni verða?» »Þú heyrir það..........hetjan mín.« Hann gat ekki séð framan í hana, en hann heyrði á hljómblænum, að hún talaði í gamni . . . . Hann varð hálfu alvörugefnari. «F*ú ert svo góð, móðir mín, enginn rnaður mun nokkurntíma elska mig eins og þú gerir,» sagði hann, og margþrýsti hendina á henni að vanga sínum. «Eg skil það líka, hvers vegna þú gegnir ekki spurningu minni. Hingað til hefi eg eingöngu lifaðfyrir þig. En — móðir mín — einhverntíma verð eg þó að verða maður fyrir mig. Og hvað á eg svo að verða? — akuryrkjumaður—mál- ari — lögvitringur — rithöfundur? já, segðu mér, hvað eg á að kjósa.á »GamaIiel sagði í tölu sinni í dag« byrjaði móðir hans hægt. Júda tók fram í: »Eg kom ekki í muster- ið í dag — eg var hjá honum Messala.« Það var eitthvað í röddinni, sem kom henni ókunnuglega fyrir. «Hjá Messala?« sagði hún; '»og hvað gat hann sagt, sem gerði þér svo ó- skaplétt?« Hann .... hafði breyzt svo mikið.« Já . . . hann hefir verið Rómverji þegar hann kom aftur — er ekki svo? Hann var nærri því orðinn Gyðingur, þegar hann var barn, við það að kynnast þér og félögum þfnum. Nú hefir vistin og samlífið í Róm gert hann drambsaman og valdafíkinn.» «Hann var líka drambsamur, þegar hann var drengur,» mælti Júda; »hann gerði alt af gabb að aðkomendum; en alt af bar hann þó virðingu fyrir Júdeu þá. Hann hefir aldrei fund- ið að siðum vorum, átrúnaði eða lifnaðarhátt- um fyr en í dag. Eg sleit vináttu við hann. En hafa Rómverjar heimild til að Iíta á oss fyrirlitningaraugum? Er vor þjóð minna met- andi en Rómverjar? eða í hverju stend eg Mess- ala á baki? Ef eg vildi, móðir mín, mætti eg þá ekki leita mér frægðar og frama með hernaði eða með listum? Því má ekki Israels- maðurinn velja sér sama lífsstarf og Rómverj- inn, og leita sér sama ágætis og hann?» Móðir hans reis við frá hægindinu, og sat og horfði á andlit sonar síns, en gat þó ekki greint svip hans að fullu. Hún fann að hér var meira alvöruefni á seiði, en hún hafði hald- ið. Samtalið við Messala hafði ært upp mik- illæti Júda, og fylt hann metorðaþrá, þótt hann vissi ekki af því. Metorðaþráin gat farið með hann í gönur, ef henni var ekki leiðbeint í tíma, meira að segja, hún gat leitt hann til að falla frá Irú feðra sinna. Nú þurfti að fara gætilega og hyggilega að honum. «Hvort þú standir Messala ábaki í nokkru?« sagði hún hægt og alvarlega. «Jú, hann er af gamalli og göfugri höfðingjaætt, og var ætt- in nafnkunn þegar á lýðveldistímunum. En hafi hahh ratipað áf forfeðrúm síiitím — ög göf -

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.