Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 7
BEN HÚR.
31
ugmenni raupa aldrei af forfeðrum sínum —
svo ertu honum að fullu jafnborinn. Eg man
þann dag, eins og það hefði verið í gær, þeg-
faðir þinn og eg, ásamt vinum vorum, fórum
til musterisins, til þess að færa þig drotni. Við
fórnuðum dúfum, og eg sagði prestinum nafn
þitt, og hann ritaði þessi orð inn í hina
æruverðu ættartölubók ísraels: Júda ítamúrsson
af húsi Húrs. Eg veit ekki hvenær þær ætta-
skrár voru byrjaðar; að minsta kosti var það
fyrir burtförina úr Egyftalandi; eg hefi enda
heyrt Hillel segja, að ættfaðirinn Abraham
muni hafa byrjað á þeim. Að minsta kosti
gefum við rakið sögu ísraelsþjóðar og ætta
hennar óslitið um 2000 ár. Og hvað er öll
höfðingjatign Rómverja gegn slíkum aldri?«
»En eg þá, móðir mín, hvað er þá um mig
í þessum skrám?«
sRar stendur, að þú sért kominn í beinan
legg frá Húr, vini Jósúa — og sé þér það
ekki nóg, svo fletfu upp í lögmálinu, og muntu
þar finna ættföður þíns húss meðal hinua sjö-
tíu og tveggja ættkvísla, sem taldar eru fráAd-
am í fjórðu Mósesbók.»
Rað varð grafkyrt um stund í turnherberg-
■nu þar uppi á þakinu. Svo mælti Júda:
«F*ökk sé þér, móðir mín ... en er það
þá víst að ættin sé tigin, þó að hún sé göm-
l'l? Hvað hefir mín ætt afrekað .... hvað
hefir hún unnið sér til ágætis?«
»í vorum augum, Júda« svaraði hún, «er
Það hin mesta frægð að vera meðal drottins
utvöldu. Hugsaðu þér beint strik og hring;
strikið er guð — hann hreyfir sig aðeins beint
atram; hringurinn er maðurinn — öll hans
fratnsókn fer í hring. Til eru þeir, sem ætla,
það sé mikilmenska, að marka hringinn sem
v‘ðastan. En sönn mikilmenska er það eitt,
að halda sér nálægt drotni. Og berðu svo
aaman Róm og ísrael, satt er það að vísu, að
Israel hefir stundum gleymt drotni; en Róm hef-
if aldrei þekt hann.«
Hún fór að tala sig æsta; »Róm«, sagði
^ún, «þaðan er sú kennig runnin, að stríð og
styrjaldir sé skyldustarf mannsins! Hvað er hann
Júpíter, guð Rómverja, annað en valdið, skapað
upp í líki rómverskrar hetju? Ræningjarnir! Jörð-
in dynur undir fótum þeirra eins og láfi dyn-
ur undir þust. Vér erum líka fallin fyrir þeim.
Vorir helgustu staðir eru í þeirra valdi, og
enginn veit, nær hroka þeirra og yfirgangi
linnir. En það eitt veit eg — þó að þeir
mylji Júdeu sundur í dust eins og kvörnin mylur
kornið — þó að þeir troði Jerúsalem, blóm-
rós vors Iands, ofan í moldina------þá mun
frægð ísraels halda áfram að ljóma sem Ijós
á himnum, af því að ísraels saga er sjálfs
guðs saga. Guð hefir ritað hana með hendi
manna af ísraelsþjóð. Hann hefir talað gegnum
munn þeirra; hann var með þeim í öllu, sem
þeir hafa gott gert; hann var löggjafi þeirra
á Sínaí, leiðtogi þeirra í eyðimörkinni, herfor-
ingi þeirra í stríðunum, drottinn þeirraogkon-
ungur. Skyldi þá þjóð vor ekkert hafa lært af
honum eða skyldi hún ekki enn þá í dag eiga
eftir ögn af hiinneskum Ijóma yfir sér frá þeim
tírnurn?*
Aftur varð alkyrt í herberginu um stund.
Aðeins þyturinn af blævængnum, sem hún bar
til ótt og títt, heyrðust í gegnum þögnina.
«Rómverjar segja, að við kunnum engar
Iistir* hélt hún áfram. Sínar listir líkja þeir
eftir — stela þeir frá Grikkjum, — þeim hoss-
ar ekki hátt. En satt er það — ef að eins
er átt við málverk og myndasmíði, þá á ísra-
el engan listamann — og það er illa farið.«
(Hún var af Sadúkeum; en Sadúkear voru að
því ólíkir Faríseum, að þeir elskuðu það, sem
fagurt var, í hverri mynd sem var, og hvaðan
sem það var sprottið). »Hendur vorar hafa
verið banni bundnar, sem hefir verið skýrt rang-
lega. En löngu áður en Dædalos í Attíku skar
myndastyttur sínar í tre, höfðu samt tveir ísra-
elsmenn smíðað hina fyrstu sáttmálsörk og
Kerúbana vængjuðu, af drifnu gulli, er ofan á
henni sátu. Gyðingar hafa búið til fyrstu mynda-
stytturnar! en svo er myndsmíðið ekki eina list-
in, og listin ekki heldur það eina, sem er mik-
ið. Ef þú vilt bera þá saman, Júpíter og
Jehóva, þá ber þú saman þau verk, sem unn-