Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 9
BEN HÚR. 33 störf. Allmargir af hirðum þeim, er gættu fjár á sléttunum og í fjallabrekkunum alt norður und- ir Líbanon, nefndu hann húsbónda sinn. Hanri hafði stofnað verzlunarstöðvar bæði í sjó- borgum og inn í landinu. Skip hans höfðu fært honum silfur frá silfurnámunum á Spáni — er þá voru þær auðugustu silfurnámur, er sögur fóru af — og lestir hans færðu honum silki og kryddvörur frá austurlöndum tvisvar á ári. Hann hafði strengilega haldið siði og venjur Gyðinga, verið vel að sér í ritningunni, verið maður samkundurækinn og oft gengið í musterið, og bar mikla lotningu fyrir ritskýrend- unum, einkum Hillel. En öll þröngsýni var hon- um fjarri. Hann var gestrisinn og tók á móti gestum frá öllum löndum. Farisear báru honum enda á brýn, að hann hefði jafnvel haft Sam- verja í boði hjá sér. Hann hafði druknað á sjó á bezta aldri eitthvað 10 árum fyr en hér er komið sögunni. Öll Júdea hafði syrgt hann. Einkabörn hans tvö, Júda og Tirza, voru ákaflega lík; Tirza hafði sama reglulega and- litsfallið, og sama Gyðingayfirbragðið og hann. Það var að eins, að hún var enn barnslegri °g sakleysislegri. Hún var enn í fábreyttum ^orgunfötum. Eins konar hjúpi eða mötli var kastað yfir hægri öxlina, og var hann festur saman undir vinstri hendinni.og féll síðan laus- 'ega niður um hana. Huldist efri hlutinn að nestu af honum, en handleggirnir voru berir. Kyrtilinn undir hafði hún girt að sér með belti. A höfði hafði hún silkihúfu litla, og yfir henni silkidúk útsaumaðan. Fingurgull hafði hún á ^igrum og nisti í eyrutn, og gullhringa um ulnlið og ökla, setta perlum og smáfestum. Augabrýrnar og fingurgómarnir voru málaðir. ^árið féll í tveim fléttum ofan bak henni, og Sln ^árskrúfan ofan á hvern vanga framan við eYrun. Hún var falleg, yndislega snotur, á aó horfa. *Þetta voru fallegarvísur, Tirza» sagði Júda, '■þær voru svo grískulegar. Hvar hefir þú lært Þasr?« «Manstu ekki eftir gríska mannninum, sem SOng ^érna í leikhúsinu mánuðinn sem leið— það var sagt, að hann hefði fyrrum verið við hirð Heródesar konungs og Salóme systur hans? Hann gekk fram rétt á eftir glímu, og dundi húsið af hávaða eftir glímurnar; en óðara en hann fór að syngja, varð svo kyrt, að hvert orð heyrðist. Af honum lærði eg þetta ljóð.» «Nú, en hann söng þó á grísku.* «Já, og eg á ebresku.» «Já og þessvegna mikiast eg svo af henni litlu systur minni. Kantu ekki annað ljóð til, sem er eins fallegt ?» »Eg kann mörg kvæði — en sleppum nú því. Amra sagði, að eg skyldi fara upp til þín, og segja þér, að hún kæmi rétt bráðum upp með morgunverð handa þér, svo að þú þyrftir ekki ofan. Eg skil ekki í, hversvegna hún kemur ekki; hún heldur að þú sért sjúkur; get eg ekki læknað þig? Amra þekkir ekkert annað en egyfzkar lækningar, og þær eru allar handónýt- ar — en eg á heilan fjölda af arabiskum lyfja- miðum, sem . . .» »Eru enn handónýtari en þeir egyfzku,® tók hann fram í. > «Heldurðu það? . . . já. en hérna»—hún fór að krækja nistinu úr vinstra eyranu á sér — «hérna er verndargripur, eða töfralyf, sem þeir segja að sé komið frá arabiskum töfra- manni, og hefur gripur þessi lengi verið í okk- ar ætt. Líttu á, Ietrið á honum er alveg orðið máð í burtu» Hún fékk honum hringinn. »Föð- uramma okkar bar hann ætíð á hvíldardögum, og það er sagt hann hafi læknað að minsta kosti þrjá menn. Þú getur séð hérna . . rabb- íinn hefir sett á hann merki, að við inættum bera hann.« Hann rétti henni hann aftur. »Eg trúi ekki á töfragripi» mælti hann, «þaðeru Ieifarfrá skurð- goðatímum.» «Trúir þú ekki á töfragripi? Rú ættir að láta hana Ömru heyra það.» «Foreldrar Ömru voru egyfzk, en við erurn Ísraelsítar . . . eig þú hringinn þinn, systir, hann fer þér vel, þó að .. . þú þurfir ekki skarts- ins með til að vera falleg.» . í þessum svifum kom Amra inn með bakka, 5

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.