Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 18
42 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. að þegar Don José kom út á skipið. kiptist hann við af undrun af að sjá Bovreuil, og karl- inn hafði Idgt fingurinn á munninn, þegar hann sá Don José, auðsjáanlega sem bending um, að þeir skyldu þegja og hún hafði falið sig á bak við siglutréð og heyrt þá skifta nokkr- um orðu n, án þess þeir yrðu hennar varir. »Hvaðsé eg?» sagði Bovreuil. »Mikli mað- urinn, sem skipið átti að taka hérna, eruð það þér?« »Eg sjálfur og í hárri stöðu» svaraði Ame- ríkumaðuiinn brosandi. En fyrir alla muni verðið þér nú að þegja, öll mín framtíð og velgengni er undir því koinin.«* «Eg skal þegja og ekki koma neinu upp um yður. Eg hefi Iíka ýmsar ástæður til þess, og einkum það, að við hljótum að geta gert hver öðrum greiða eins og nú stendur á fyr- ir okkur.« »Hvað viljið þér að eg geri fyrir yður?» Yfirmeun skipsins hafa ákveðið að setja mig hér í land, en eg vil það ómögulega, þvr eg þarf umfrain alt að komast til Ameríku. Takið mig nú að yður. Pótt eg eigi að verða þjónn yðar sætti tg mig við það, einungis að eg fái að halda áfiam.» «þetta skal eg gera fyrir yður.» «Svo er eitt enn þá: hér á skipinu er eg eigi nefndur Bovreuil, þeir vilja ^endilega að eg sé kallaður Lavarede, þetta verðið þér að hafa hugfast.» «Eins og þér viljið, herra Lavarede.* Don José hélt loforð sitt, því rétt eftir þetta samtal, sem ungfrúin hafi heyrt alt sam- an, fékk hann leyfið hjá skipherranum að mega taka Bovreuil í sína þjónustU. Alt þetta sagði ungfrúin Lavarede, og hann hlustaði á hana með athygli, en lítils var hann þó vísari eftir en áður. Tvent var honum þóorðið ljóst,fyrst það.að eitthvert dularfultsamband var á milli þessara manna, og í öðru lagi, að úr þessu mundihanneiga tvobandalagsóviniáskipinuístað- inn fyrir einn áður. Horfurnar höfðu versn- að en ekki batnað fyrir honum. IV. KAÍPTULI. Skirnarathöfnin undir miðjarðar- baugi. Pótt Lavarede hefði vitað til fullnustu hvers- konar náungi þessi Don José y Mýraflor var og alt um fortíð hans, mundi það engan veg- inn hafa gert hann áhyggjuminni Eins og vér Iauslega höfum minst á, var Don José einn af þeim æfintýramönnum, 'sem ekkert föðurland eiga, en flækjast úr • einu Iandi í annað, og ávalt eru reiðubúnir til þess að fremja hverskonar glæpi, sem vera skal, einungis ef þeir sjá sér einn eða annan ávinn- ing eða peningagróða við það; og þeir hugsa aldrei um aðra en sjálfa sig. Pegar Don José var komin til Parísar, eins og áður er á vikið, eyddi hann von bráðara þeim litla penlngaforða, ssm hann hafði flutt með sér. Hann lenti síðan í margskonar fjár- brellum og laug og sveik út fé á ýmsum stöðum; loksins lenti hann í klónum á Bovre- uii og áttust þeir við harðar sviftingar í fjár- málum, sem enduðu með því, að Bovreuil fékk hann dæmdan í fangelsi, og sat hann þar um hríð; síðan ofsótti Bovreuil hann með stefn- um og fjárnámsgjörðum unz hinum varð hvergi vært í borginni, og varð að flýja til gamallar vinkonu eða frænku í Azoreyjunum. • Það var því á þennan hátt, sem þessir tveir heiðursmenn höfðu kynzt hvor öðrum, og því er skiljanlegt að Don José liafi verið meira í mun að Bovreuil þegði yfir framferði hans í Parísarborg, nú þegar hann átti að fara að taka við tignarlegu embætti. Bovreuil var líka í svip- inn mikið kominn upp á þennan góða kunn- ingja sinn; fyrir þetta komu þeir nú vin- gjarnlega fram hver við annan og mynduðu nokkurskonar bandalag milli sín, og meðan »Lor- raine» hafði stefnu niður undir miðjarðar- baug, sagði Bovreuil verndarmanni sínum frá öllum kringumstæðum sínum, og hve grátt hann var leikinn af Lavarede. Don José hlustaði á það með athygli, en sagði síðan :

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.