Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 13
37 BEN HÚR. ir þeirra þorðu ekki að fara inn í fylkinguna aftur með það sem þeirhofðu stolið, ogfleygðu þýfinu aftur á gólfið, svo að þar agaði öllu saman. Regar Júda kom ofan voru hermenn- irnir að fylkja sér. Móðir hans, systir hans og þjónaliðið var fiuttútumnorðurhlið hússins; var þar ógreitt yfir- ferðarfyrir grjóti og brotum. Margt af þjónaliðinu var fætt þar f húsinu; grét það alt sáran og af þungum ekka. Svo voru hestarnir og allar skepnurnar rekið burtu; fór þá Júda að skilja, hvernig landsstjórinn ætlaði að hefna sín. Þetta gamla hús var bölvuninni ofurselt; þar átti ekkert lífs eftir að finnast, að svo miklu leyti að hægt var, Ef nokkur í Júdeu skyldi gerast svo ósvífinn. að reyna að firra rómverskan lánds- stjóra lífi, svo áttu afdrif hinnar tignu Húr- sttar að verða þeim til viðvörunar, og rúst- irnar af húsi þeirra standa sem sýnilegt tákn um örlög hennar. Herforinginn stóð og beið úti fyrir, með- an nokkurir hermenn voru að hrofa hleðslu UPP í dyrnar .... Uppþotið á strætinu var nu hér um bil á enda; að eins sást á einstöku stað ryk þjóta upp á þökunum, og ólæti voru er>n á fáeinum stöðum. Varðliðið var jafnfjöl- ment og fagurbúið sem fyr. Júda horfði og horfði, til þess að vita, hvort móður hans og systur brygði hvergi fyrir. ^n þær sáust hvergi. Aftur á móti kom Amra ah í einu í Ijósmál, eins og hún sprytti upp Ur jörðinni, þar sem hún hafðí hniprað sig. hlnn ruddi sér skjótt braut að dyrunum. Tveir hermenn þrifu til hennar, en hún smaug úr höndum þeirra. Regar hún náði til Júda féll hún á kné og faðmaði fætur hans. *Amra, góða Amra» sagði hann, «guð varðveiti þig; eg get það ekki. «Og þar sem n lá þarna lémagna og orðlaus af hrygð ygði hann sig niður að henni og sagði lágt: 1 u fyrir Tirzu og móður mína, Amra, þær k0ma aftur, og . . ,< hlermaður einn dró hana burtu. Hún sleit S hðlega af honum, —og smaug inn um dyrn- ar> inn í garðinn. »Lofið henni að fara» sagði herforinginn; «Við lókum fyrir alt húsið, —ogsvo getur hún fengið að drepast þar inni úr sulti ef hún vill.» Hermennirnir héldu áfram við það að hlaða upp í dyrnar; þegar því var lokið, fóru þeir og vestur fyrir húsið, og hlóðu upp í dyrn- ar þar. Garður Húrs-ættarinnar var nú auðúr og aflokaður. Hersveitin gekk afturtil vígisins; Valerius Gratus var búinn að ná sér aftur, og tók nú að ráðstafa föngunum.......... Næsta dag kom flokkur hermanna og nam staðar við húsið auða. þeir settu vaxinnsigli fyrir hliðið. en á múrinn festu þeir spjald, og var á það ritað á latínu: „Eign keísarans." Daginn eftir var rómverskur höfuðsmaður með tíu riddurum komin á leið frá Jerúsalem til Nasaretar. Nasaret var þá lítið þorp og ó- sjálegt, með einu stræti, og var það lítið ann- að en fjárgata. Esdrelónssléttan lá til suðurs; af hæð einni vestan við bæinn sá til Miðjarðar- hafsins, austur yfir Jórdan og fjallið Hermon. Dalurinn var alþakinn aldingörðum, vfnbrekk- um og beitilöndum. Hingað og þangað sáust pálmalundar og olíuviðarlundar. I þorpinu sjálfu voru öll hús fátækleg —að eins eitt gólf, fer- hyrnd með flötum þökum, alvaxin vafnings- viðum. Júdeulendur voru víðast sðlbrunnar og graslitlar, en svo var eigi norður í Galileu. Regar hópurinn nálgaðist bæinn var blásið í lúður; við það þaut fólkið í skyndi upp á þök eða út úr húsunum út í aldingarðana. Hér áttu Rómverjar heldur ekki vinaþeli að mæta; en í svipinn varð nú forvitnin óbeitinni - yfirsterkari . .. Hópurinn stefndi á brunninn; bæjarbúar þyrptust og þangað. Rað var fátítt að sjá hermenn í Nasaret; hún var svo afskekt. Og svo höfðu þeir og bandingja með sér. Hann var gangandi, ber- höfðaður, í rifnum flýkum, og hendur hans voru bundnar á bak aftur. Hinn endinn á reipi því, er hendur hans voru bundnar með, var bundinn um hálsinn á einum hestanna. Mikill rykmökkur fylgdi riddurunum, svo bandinginn sást ekki nema við og við; en það mátti þó sjá, að hann var mjög ungtir.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.