Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 20
44 NYJAR KVÖLDVÖKUR. »En sú venja er æfagömul og hefir fengið fasta hefð» sagði Lavarede. «Hún er ef til vill síðan í heiðni, má vera að hinir heiðnu sæ- farar hafi haldið einhverskonar guðsþjónustu til dýrðar sólinni og sólarguðinum.« «En í ferðaskýrslum Kristófers Kólumbusar, þegar hann fann Ameríku, eru þessar skírnar- athafnir ekki nefndar á nafn» sagði ungfrúin. «Vera má að svo sé, en það eru til ýms- ar eldri skýrslur um að slíkar athafnir hafa átt sér stað. Jean de Lery, sem 1557 sigldi frá Honfleur til Brasilíu, minnist á þessa athöfn undir Iínunni sem gamla venju. Herra Murlyton greip nú fram í og mælti: •<Herra Lavarede hefir víst rétt að mæla. Eg held þessi gamla venja sé komin til vor frá Norðmönnum, eg á hvorki við þá Norð- menn sem bygt hafa hið frakkneska Norman- dí, né þá sem unnu England með Vilhjálmi Bastarði.........Eg á við hina grimmu vík- inga, sem herjuðu strendur Englands og Frakk- lands, einkum meðfram sundinu milli þessara Ianda.« Nú var það Lavarede en ekki ungfrúin, sem spurði, hversvegna hann héldi þetta. «Eg byggi þetta á gamalli sögu frá tímum Valdemars sigursæla Danakonungs, umstjörnu- spámann og galdramann, sem þá var uppi, og hafði aðsetur sitt við bjargið Kullen á Skáni. Um hann var sú saga, að hann hafi varað Jöll skip við því að sigla fram hjá bjarginu, nema á þeim væri hafðar ýmiskonar athafnir, sem að ýmsu leyti líkast þeim, sem nú eru hafðar í frammi, þegar siglt er yfir miðjarðarbaug.» «Mér er forvitni á að sjá þesssr athafnir» sagði ungfrúin, «en ekki langar mig þó til að verða skírð, enda á eg nú engan skírnarkjól- inn.» «Verið óhræddar* sagði Lavarede, »ef fað- ir yðar greiðir skipverjum dálítið lausnargjald fyrir yður á morgun, munu þeir Iáta yður í friði. Annars er það venjulega einungis einn ákveðinn farþegi eða skipverji, sem aldrei áð- ur hefir farið yfir línuna, sem tekinn er fyrir og spottaður og ertur, og við höfum einmitt á skipinu í þetta sinn allra skemtilegasta ná- unga til þeirra hluta.» «Hver er það?» «En hann vinur minn Bovreuil auðvitað, einnig nefndur Lavarede. Eg þarf eigi nema að skjóta því að einhverjum hásetanna; það mun verða sjón að sjá það á inorgun, hvernig ræfl- inum verður þvætt í baðinu, og að öðru leyti skoplega með hann farið.» Ungfrú Aurett fór að hlæja, og Lavarede skildi á því, að henni mundi ósárt, þótt karl- inn væri ofurlítið dustaður til, og sjálfur var hann eigi betri en það, að hann hugsaði til þess með áuægju að geta ofurlítið hefntsín áokurkarl- inum, með því að koma því til leiðar, að hann yrði gerður að fórnardýri daginn eftir. Hann mintist svo á petta við stýrimanninn, oghann sagði að þessi geggjaði fauskur hefði ekki nema gott af því að fá ærlegt bað. Næsta morgun var mikið um að vera með- al hásetanna. 4 þeirra, sem voru fáránlega búnir og töldu sig vera sendiboða sjávarguðsins Nep- túns, gripu gamla Bovreuil um leið og hann kom upp á þiljur, og drógu hann á stað með sér, æpandi og ragnandi. Eins og venja er til við slík tækifæri skiftu yfirmennirnir á skipinu sér ekkert af framferði háseta, og enginn anzaði því ópum Bovreuils um hjálp. Jafnvel verndarengli hans, Don José, var vel vært, og hafði raunar ánægju af því að ofurlítið væri þjappað að karlinum, því það hefði verið honum að kenna, að hann hafði lent í fangelsinu í Parísarborg, og jafnvel nú, þegar hann var að hjálpa honum, þverskallað- aðist hann við að Iáta af hendi kvittun fyrir því sem hann átti hjá Don José. Hann hugsaði því sem svo, að þessi nirfill hefði bara gott af því að hásetarnir jöfnuðu duglega um hann. Farþegarnir stóðu í röðum aftarlega á skip- inu. Alt í einu hófst glymjandi hljóðfærasláttur, lúðradynur og trumbusláttur, og allir fóru á stað í skrúðgöngu eftir hrynjandi hljóðfalli skrúð- göngulagsins. Alt varð i uppnámi og allir urðu hrifnir af hátíðabragnum, nema Bovreuil gamli, sem nú átti að vera fómarlamb dagsins.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.